Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 6
 HUGANN GRÍPUR HELGI * Ferðaþáttur frá Israel Hugur minn er fullur eftirvænt- ingar, er ég svíf í háloftunum hinn 3. júlí 1977 á leið til ísrael - Gyð- ingalands. Ég depla auga, jafnvel klíp mig í handlegginn — en — það er enginn vafi — ævintýrið er haf- ið. Ég er í hópi 40 ungmenna, ,,Hamrahlíðarkórs“, ásamt söng- stjóra, Þorgerði Ingólfsdóttur, og fjórum fullorðnum fylgifiskum. Sérstakar ástæður liggja til þess, að mér var boðið í þessa ferð, og ég ætla sannarlega að njóta hennar. Söngurinn ómar í ísrael á að halda mikla kóra- hátíð, „Zimrya“, sem þýðir fugl. Til hennar er boðið 18 erlendum kórum, og er „Hamrahlíðarkór" frá íslandi einn þeirra. Lent er í Frankfurt am Main á sunnudagsmorgni kl. 11,15 að stað- artíma. Við erum komin úr grám- anum í sólskinið. Þó sést ekki í tæran himin, það er mugga yfir borginni, þessi stórborgarmugga, sem við þekkjum ekki á íslandi. Hér verður 14 klukkustunda töf, en í sárabætur fáum við að skoða þessa fögru borg. Flugstöðin er sú stærsta í Evrópu og mjög full- komin. Farangur okkar er skoð- aður eftir kúnstarinnar reglum af ungum Gyðingum, piltum og stúlk- um. „Við erum að hugsa um ör- yggi þitt,“ segja þau og biðjast afsökunar á gramsinu. En vopn- aðir hermenn spígspora íram og aftur. Aldrei er of varlega farið. Förinni er haldið áfram kl. 1 eftir miðnætti og flogið rakleitt til Tel Aviv, sem er ung borg á vestur- strönd ísraels, nær samvaxin gömlu Jaffa. Dögun yfir Miðjarðarhafi. Hvílk sólarupprás, henni fá engin orð lýst. Nú hefði mátt syngja: „Frá því ljómar dagur, þar til síga fer sól, sönginn látum óma yfir byggðir og ból.“ Frá þessari stundu hljómar söngurinn, ef ekki á tón- leikum og æfingum, þá í bílum og á strætum úti og hvar sem er. Henry Klausner, tónlistarstjóri í ísrael, fagnar hópnum á Ben Gurion flugvelli kl. 7 að morgni, með hinni fögru hebresku kveðju, „Shalom“, friður, sem notuð er í daglegu tali. Hann fylgir okkur á ákvörðunarstað. Við búum að mestu í Tel Aviv þessa 17 daga, sem ferðin stendur yfir. Kórinn er önnum kafinn alla daga frá morgni til kvölds. Sungið er í öllum helztu tónleikahöllum Tel Aviv, en þær eru margar góð- ar. Auk þess víða um landið. Hér er tónlistin í hávegum höfð, enda margir fremstu tónlistarmenn heims Gyðingar, eins og kunn- ugt er. Hátíðin hófst í nýja konsertsaln- um í Þjóðleikhúsinu í Jerúsalem, en hann rúmar 3000 manns. Stór- kostlegt var fyrir ísland að eiga fulltrúa á þessu móti, og við, þessi fimm, sem hlustuðum á hvern konsert, þurftum ekki að skamm- ast okkar. „Börnin“ og söngstjór- inn stóðu sig með prýði, og þjóðar- stoltið sagði til sín. Iðnarhendur Þrátt fyrir miklar annir tekst að skoða mikinn part þessa ein- stæða lands. Það er aðeins um 67.000 ferkílómetrar að stærð. Brennheitt, nakið hálendi og sviðn- ir dalir af sólarhita. Mikið um kýprustré. íbúar eru 3y2 milljón. Landið mjög tæknivætt. Hér er stundaður landbúnaður og iðnað- ur. Appelsínur eru ræktaðar á 40 þúsund hekturum lands. Fluttir voru út 50 milljón kassar af þeim 1976. Við þekkjum Jaffa-appelsín- umar. Okkur er sagt, að fyrir tveim dögum hafi verið fluttar út 200 kýr. Kúabú eru mörg og stór og nytin einstök. Enda fara kým- ar í sturtu kvölds og morgna fyrir mjaltir. Hitinn er þeim óbærileg- ur engu síður en mannskepnunni. Blóm eru flutt út í stómm stíl; 15.000 manns vinna við demanta- iðnað. Svo mætti lengi telja. Gyðingar og Gyðingaland eiga merka sögu, en hún verður ekki rakin hér. Vissulega komum við víða, dvelj- um á samyrkjubúum tvo sabbats- daga o.s.frv. Ég ætla aðeins að reyna að lýsa Jerúsalem og ná- grenni hennar í þessari grein. „Sjá múgur til Golgata gengur" „Fjöll eru kring um Jerúsalem, og Drottinn er kring um lýð sinn, héðan í frá og að eilífu“ (Sálm. 125,2). Jerúsalem (Borg friðarins) er um 50 km frá Tel Aviv. Við inn- keyrsluna til borgarinnar blasa við blómamyndir í brekku, er heilsa með orðunum: „Velkomin til Jerú- salem“. Staðnæmst er við Damaskus- hliðið. Fyrir innan það hefst gang- an um „Via Dolorosa“ (þjáninga- leiðina). Það fyrsta, sem fyrir augu ber, eru verzlanir hlið við hlið, kaupmenn, prangarar og vasaþjóf- ar, sem ferðamenn eru sérlega var- aðir við. Konur í dökkum kuflum og jafnvel með blæju fyrir andliti ganga rösklega um, teinréttar með ótrúlega þungar og fyrirferðamikl- ar byrðar á höfði. Þær eru að gera innkaup fyrir heimili sín. Á meðan sitja menn þeirra á krám eða snyrtistofum og ræða um heim- 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.