Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 7
speki. Konan er þeirra vinnudýr og þykir sjálfsagt. Betlarar ungir og gamlir eru á hverju strái. Inni á milli verzlananna sjást öðru hvoru dyr með mynd og tölu- staf fyrir ofan, I, II, III o.s.frv. Þetta eru staðirnir, þar sem við lá, að Jesús gæfist upp á krossgöngu sinni. Þarna er numið staðar, og Þorgerður les úr Nýja testament- inu um atburðinn, sem gerðist fyrir hart nær 2000 árum. Ekki er að undra, þótt gangan væri erfið i steikjandi sólarhita eftir þröngu strætinu og mannfjöldinn æpandi allt í kring. Við enda „Via Dolorosa“ er Graf- arkirkjan. Hún er byggð yfir gröf Krists og Golgatcihæð. En hér í landi er byggt yfir ákaflega marga sögufræga og helga staði. Hvort það er alltaf nákvæmlega á rétt- um stað, eru áhöld um, en ganga verður út frá því. Allir verða nú að klæðast síðbuxum eða pilsi og langerma flíkum að ofan. Inni í Grafarkirkjunni prílum við upp steinþrepin til Golgata. Hér er líkan af Kristi á krossin- um, einnig mynd, og minnir efsti hluti rammans á þymikórónu. Kerti loga í stjökum og blóm í vös- um. Nú rifjast bókstaflega upp versið: Sjá, múgur til Golgata gengur, og Guðs sonur meðal hans fer, menn segja hans lífi sé lokið, og lýðurinn hlæjandi er. Hann saklaus til lífláts er seldur, úr sárum hans drýpur á stig. Ö, Guð minn, hann gaf sig í dauðann. Hann gerði það allt fyrir mig. Gengið er niður til grafarinnar. Hún er mjög lítil, aðeins einn eða tveir rúmast þar í einu. Mörg kerta- Ijós lýsa upp gröfina, enda stend- ur munkur tilbúinn að selja öllum kerti og verður súr á svip, ef til- boði hans er ekki tekið. Kaup- mennskan á sér engin takmörk, og það verður cif henni óbragð hér á þessum helga stað. — Ó, Jerú- salem . . . Við Grátmúrinn endurtekur fata- sagan sig. Það glyttir í handlegg- ina á mér, og ég fæ bláan klút til að hylja þá. — Stöðugur straumur fólks af ýmsum trúarbrögðum er að múrnum. Svæðinu fyrir framan hann er vandlega skipt í tvennt. Vinstra megin karlmenn, hægra megin konur. Bænabækur liggja á borðum, og hafa allir aðgang áð. Allir ganga fast að múrnum, leggja helzt ennið við og þylja bænir, hátt og í hljóði. Sumir stinga saman- vöðluðu blaði inn í múrinn og skilja það eftir. Á það eru skrifaðar bæn- ir, — þær eiga líklega að fara beint upp til Guðs, eða hvað? — Ég bið Faðir vor á íslenzku. Margar is- lenzkar bænir stigu upp frá múm- um þennan dag, aldrei slíku vant. Rétt handan við múrinn eru helgidómar múhameðstrúarmanna. Skoðuð er meðal annars Gullna moskan. Þakið er úr glóandi gulli og persnesk teppi á gólfum, auð- vitað engin sæti. Múhamstrúar- maður situr á gólfi, snýr til Mekka, engist sundur og saman og þylur bænir sínar. Mér sýnast flestir ósnortnir hér, þótt draga verði skó af fótum sér áður en inn er gengið. Getsemane Nú liggur leiðin út um Stefáns- hliðið úr gömlu borginni og upp á Olíufjallið. f hlíðinni fyrir neðan er Getsemanegarðurinn. Ennþá standa þar nokkur olífutré yfir 2000 ára gömul, enda er stofninn feikilega gildur. Ekki er lengur leyfilegt fyrir ferðamanninn að ganga um garðinn eða tína sér laufblað, en inni í Kirkju allra þjóða, sem stendur innan garðs- ins, gefur elskulegur munkum öll- um, sem vilja, smápésa með lauf- blaði í. Kirkja allra þjóða er stór og fögur, reist 1925 á þeim stað, þar sem Jesús á að hafa beðizt fyrir nóttina í grasgarðinum. Þar er Faðir vor ritað á f jölda tungumála, þó ekki á íslenzku. En kórinn okk- ar syngur hér nokkra íslenzka sálma, meðal annars „Heyr, himna smiður", og við eigum hér dýrmæta helgistund og ógleymanlega. Fyrir neðan Getsemane er Ked- rondalur og áin þurr á þessum árs- tíma. Handan við hann múrar hinn- ar gömlu Jerúsalemborgar, er við komum frá. Það má vel greina Gullna hliðið, sem Jesús fór um, er hann gekk yfir Kedrondal um Getsemane og upp á Olíufjallið. Leiðin er örstutt. Nærri liggur, að ég hverfi í huganum upp á Öskju- hlíð og horfi yfir Reykjavík. Útsýni af Olíufjallinu er undur- fagurt. Landslagið tilbreytingar- ríkt og sést víða um. Enda stend- ur Jerúsalem á hásléttum Júdeu um 800 m yfir sjávarmédi. — „Borg, sem stendur uppi á fjalli, fær ekki dulizt“. Sagnaritarinn Jósefus segir svo frá: „Árið 70 e.Kr. lágu í valnum 600.000 Gyðingar.“ Var þá Gyð- ingum bannað að vera í Jerúsalem, og stóð það bann í mörg hundruð ár. Allan þann tíma hafa Gyðing- ar verið á flakki um heiminn og hvergi átt samastað, eins og kunn- ugt er. Árið 1948 var hið nýja Ísraelsríki stofnað, og 1967 lögðu Gyðingar undir sig alla Jerúsalem. Síðan hefur hún verið í hraðri upp- byggingu, og eru íbúar nú 370.000. Allar byggingar eru úr hinum ljósu bergtegundum, sem þarna eru. Gamli og nýi tíminn mætast. Við sólarupprás og sólarlag glóir borgin eins og gull. Við vorum svo heppin að sjá hvort tveggja. Það verður ógleymanlegt. Borgin gullna væri sannarlega réttnefni. Við kveðjum nú „Borg friðarins“, sem á sér svo hrikalega hemaðar- sögu. Förum framhjá Betaníu og nið- ur til Jeríkó, sem er um 250 m undir sjávarmáli. — „Maður nokk- ur ferðaðist frá Jerúsalem niður til Jeríkó . . .“. Þama stóð kráin, þar sem dæmisagan um miskunnsama Samverjann varð til. Þarna gæta hirðamir hjarða sinna á auðnum Júdeu, þar sem ekki virðist vera eitt stingandi strá, og sauðabyrgi, 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.