Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 13
FRÁ STARFINU RfilBHJ ÓLARALL Laugardaginn 14. október s.l. var haldið svonefnt reiðhjólarall á veg- um unglingadeilda KFUM og K i Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi. Rallið fór fram á Álftanesi, og hjóluðu keppendur þar um 10 km leið. Voru ýmsar þrautir lagðar fyrir þá á leið- inni, og umferðarspurningum þurftu keppendur að svara á afmörkuðum tima. Gefin voru stig eftir árangri í þrautunum og verðlaun veitt að lokinni keppni. Alls mættu 210 til leiks, og fór keppnin vel fram, og átti gott veður sinn þátt i þvi. — Keppninni lauk með samveru i Garðakirkju, þar sem verðlaun voru afhent, sungnir söngvar og fluttir vitnisburðir. Milli 30 og 40 sjálf- boðaliðar aðstoðuðu við keppnina, auk lögreglu úr Hafnarfirði. Keppni þessi var haldin í samráði við Umferðarráð, sem veitti leiðbein- ingar, lánaði tæki og sá um um- ferðarspurningarnar. Allir þátttak- endur fengu svo viðurkenningu árit- aða at KFUM og K og Umferðar- ráði. Reiðhjólarallið var liður i útbreiðslu- og kynningarherferð unglingadeild- anna, og var þvi öllum unglingum á félagssvæðinu, 12 ára og eldri, boðin þátttaka. Gefið var út kynn- ingarblað i dagblaðsformi, þar sem UD-starfið var kynnt, svo og reið- hjólarallið, og var öllum unglingum boðið að koma á fund i næstu ungl- ingadeild og láta skrá sig í keppn- ina. Þannig fengu unglingarnir dá- litla innsýn í starfið. Kynningarblað- inu var dreift í öllum 7. og 8. bekkj- um grunnskóla á Stór-Reykjavikur- svæðinu og á Akranesi. — Ýmis fyrirtæki styrktu keppnina og blaðið með auglýsingum, og fengust þann- ig nokkrar tekjur til starfsins. A.H. FERÐASTAHFIII Benedikt Arnkelsson og Gunnar Sigurjónsson ferðuðust um Snæ- fellsnes dagana 17.—23. október. Héldu þeir samkomur á Hellissandi og í Ólafsvik, Grundartirði og Stykkishólmi. I Stykkishólmi heim- sóttu þeir einnig elliheimilið og sjúkrahúsið og kynntu kristniboðið fyrir nokkrum nemendum grunnskól- ans. Gjatir til kristniboðsins námu rúmlega 86 þúsund krónum. FSKUFVllS VIKA Árleg æskulýðsvika KFUM og K í Reykjavik var haldin i húsi félag- anna viö Amtmannsstíg 2b dagana 29. október til 5. nóvember. Ræðu- menn á samkomunum voru Helgi Hróbjartsson, sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson og sr. Jónas Gislason. Auk þeirra tók margt ungt tólk til máls og bar fram vitnisburð sinn. Mikill og fjölbreyttur söngur var á samkomunum, og voru þær vel sóttar. Myndin til vinstri er frá reiShjóla- rallinu. Farkosturinn hefur bilaS, og nú þarf snör handtök ... Á neSri myndinni sést hluti af ÆskulýSskór KFXJM og K, sem mikiS lét til sin heyra á œSskulýSsviku félaganna í haust. unina um að eignast eitt bam enn.“ Tárin streymdu niður andlit hennar, á meðan hún var að tala. „Var ekki nóg að eiga fimm börn? Ó, hve hjarta mitt hrópaði á Guð, og stundum óskaði ég þess, að hann tæki bamið frá mér. Komið var að fæðingarstundinni. Ég var mjög veikburða, og engir læknar vom í nágrenninu. Við höfðum engan til þess að biðja fyrir börnin á meðan, svo að mað- urinn minn setti okkur öll upp í bílinn og ók með okkur til borgar- innar, þar sem var gott kristni- boðssjúkrahús. Þar dvöldumst við, þangað til barnið var fætt.“ Litla barnið hreyfðist í faðmi hennar, teygði út litlu handlegg- ina og geispaði. En hvað hún var yndisleg. Rödd móðurinnar varð blíðleg: „Þegar við komum aftur til húss okkar með nýfædda barnið, kom- umst við að því, að á þessum stutta tíma, sem við höfðum verið fjar- verandi, höfðu Mau Mau mennirnir, er allir óttuðust, komið. Þeir höfðu myrt alla hvíta menn í öllu hérað- inu. Ef við heföum verið heima, heföum við öll verið drepin." Hún vafði litla barnið að brjósti sér, og tárin runnu niður kinnar hennar. „Þessi litla elska var send af Guði til þess að bjarga lífi okk- ar allra. Ég mun aldrei, aldrei framar gera uppreisn á móti hand- leiðslu hans á lífi okkar.“ 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.