Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 14
Hann er ekki einn Framh. af bls. 3. verið bæði í tíð afa og paöba, er alls ekki ákveðið, hvort svo verð- ur í hans tíð. Hann gæti látið sér koma i hug að nota stofurnar t\! annarra hluta. Búnaðarklúbburinn hefur haldið þar til í vetur. Mamma hefur hitað kaffi og borið fram meðlæti líka þau kvöldin. Hún má eiga það. Þau hafa ekki heldur verið að gægjast inn um dyrnar, hvorki pabbi eða hún. Hann hefur fengið að ráða sér sjálfur. Þau í klúbbnum höfðu reynt að dansa svolítið eftir poppmúsikinni í út- varpinu seinast, en það hafði geng- ið ósköp treglega. Það hlaut að vera veggjunum að kenna, þeir voru ekki vanir öðru en bænum og lof- söngvum. Hann gengur hægt í áttina að skálanum. Áður en hann leggur af stað niður langa, skemmtilega brekkuna, snýr hann sér enn við og horfir inn eftir heiðinni, þar sem skíðabrautin liggur — í átt- ina heim. Lítill, skarður máni svíf- ur hægt yfir himinhvolfið í suðri. Þá . . . Hann starir. Einhver er að koma langt suður í brautinni. Húrra! Hann hendir sér í hring, stikar eins og hann getur og held- ur til móts við komumánn. Sveinn! Þú ert gull af manni. Þú hefur sjálfsagt gild rök fyrir því, hvað þú ert seint á ferðinni. Það er aðeins einn. Og það er ekki Sveinn. Það er Anna. Gleðin, sem blossaði upp í hon- um, dó, þegar hann sá, hvað hún var þreytt. Hún styður sig við stafinn og kastar mæðinni. — Kemur þú ein? — Þú mátt ekki verða svona leið- ur. Sveinn liggur með sokk um hálsinn og hitaflöskur og drekkur grasate, og Gunndís er fyrir utan og grætur og þorir ekki einu sinni að fara inn. — En að þú skulir þora þetta — fara ein yfir fjallið. Þú ættir skilið að fá ráðningu. Hann er bæði reiður og stoltur. Anna er ’oezta stúlkan í víðri ver- öld. Hún stendur við það, sem hún hefur lofað. Og hún vill ekki, að hann sé einn. — Já, mér kom i hug að fara og hitta þig, — ég bjóst við, að þú kæmir heim, þegar við hin kæm- um ekki. — Þá skjátlast þér. Innri rödd sagði: Ef þú hefðir haldið áfram niður eftir, þegar þú stóðst hér og vissir, að það var það, sem þú áttir að gera — þá hefðir þú hlíft henni við að . . . — Ég reyndi að koma skilaboð- um til Hreggviðs, en þá varst þú löngu farinn fram hjá. Síðan fór ég heim, lét vita, að ég legði af stað . . . Hún er úrvinda af þreytu. Þau renna sér hægt hlið við hlið. Ef ég hefði bara haldið niður eftir . . . Það sveið undan því í hjartað. Hún hefur reynt allt of mikið á sig á göngunni. Nú stanzar hún og andar þungt . . . Hann bægir hræðsluhugsunum frá sér. Það er dýrlegt að ganga hér og vita, að þau verða ein uppi á reginfjöllum og halda jól. Það verða jól í lagi. Þvílík stúlka! Hann flýtir sér að taka upp. Hann veltir gildasta furukubbnum, sem hann finnur, í eldinn. Það verður svo heitt, að þau verða að opna dyrnar upp á gátt. — Þú borðar ekki, segir hann hálfgramur. — Þú hefur lagt of hart að þér á göngunni. — Nei, nei. Hún talar hlær og lætur sem hún tyggi matinn um leið, en hann veit, hvernig matur- inn eykst í munni hennar. Nú snýr hún sér að arninum, réttir viðar- bút við og laumar því, sem hún er með í munninum, í öskuna. Hann er góður og lætur sem hann sjái það ekki. Mikill órói magnast í brjósti hans: Hún er ekki einu sinni sautján ára. Það er hann, sem ber ábyrgðina. Hún á ekki að vera ein hér með honum í nótt. Hún hefur ekki heldur hugs- að sér það — hún ætlaði aðeins að hitta hann. Og svo hefur hún næst- um sprengt sig á göngunni. Þú vissir, að þú áttir að fara heim. Hvers vegna gerðir þú það ekki? Hvers vegna snerir þú við og hélzt aftur hingað? Af því að ég trúi ekki á neinar aðvaranir, hugsaði hann þrjózkur. Foreldrar Önnu eru ekki smámuna- samt fólk. Þau segja ekki stakt orð við hana, þó að hún sé hér ein með honum. Blaðrið í fólki skiptir engu máli. Hún hefur víst lesið hugsanir hans, því að hún segir: — Við getum víst ekki gert að því, þó að hin hafi fengið kvef og hálsbólgu. — Þú hefðir líka átt að fá það, sagði hann hörkulega, — ekki háls- bólgu, en . . . vit, svo að þú snerir við, þegar þú sást, að ég kom ekki. — Þegar ég hafði lofað að hitta þig hér? Var þér ekki alvara? spurði hún einlæg og undrandi og horfði hrædd á hann. — Það var um það talað, að ég færi snemma hingað, svo að hlýtt yrði í húsinu, þegar þið þrjú kæm- uð. Úr því að þau tvö gátu ekki komið . . . — Þú hefðir helzt viljað, að ég hefði verið kyrr heima? Hún er ákaflega vonsvikin. — Ég hélt — að — þú — yrðir innilega glaður. Hún lýtur höfði. Vonandi ekki tár? Þetta verður erfitt. Hvað á að taka til bragðs við stúlkur, sem gráta? Allt í einu færir hún sig til, svo að hún geti stutt sig. — Ég verð víst að fara — fara út, hvíslar hún og reikar fram að dyrunum. Hann flýtir sér að opna fyrir hana. Þegar hún kemur út í snjóinn, kastar hún upp. Hún skelf- ur af kulda. Hann neyðir hana til að koma aftur inn og leggjast í rúmið, set- ur þvottafötuna við rúmstokkinn og sækir vatn handa henni. Hún kúgast. Kaldur sviti sprett- ur fram á enni hennar. Hún kastar upp. Hann heldur utan um hana, leggur hægri höndina undir enni hennar — því að hann man: Þann- ig studdi mamma við hann áður fyrr. Nokkurt hlé verður á uppköst- unum. Þá hallar hún sér að hon- um og hvíslar þreytulega: — Það er botnlanginn. Ég hef fengið þetta áður, en aldrei eins heiftarlegt kast og núna. Hann hefur aldrei áður orðið eins hræddur. Hún deyr hér í nótt. Það verður refsingin fyrir léttúð hans. Lengi vel líður honum svo illa, að hann getur ekki hugsað. Síðan veit hann það: Hún verð- ur að komast heim. Hún verður að fara á sjúkrahúsið, áður en allt er orðið um seinan. En hvemig má það verða? Þorir hún að liggja hér ein í nokkrar klukkustundir? Þorir hann að fara frá henni? Aftur verður kæfandi heitt. Það verður að opna dyrnar. Hann stend- 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.