Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.04.1996, Side 4

Bjarmi - 01.04.1996, Side 4
BROTIÐTIL MERGJAR Sigurður Grétar Sigurðsson Sigurður Grétar Sigurðsson er guðfræðinemi í Háskóla íslands Iþessari grein verður leitast við að skoða hjálparstarf erlendis. Ég mun kynna nokkra aðila sem sinna hjálparstarfi á erlendri grund og greina frá helstu þáttum t starfi þeirra auk þess að benda á þau markmið sem unnið er eftir og þær aðferðir sem eru notaðar. Tilgangurinn er að lesandi fái innsýn inn í það fjölbreytta hjálparstarf sem íslendingar inna af hendi utan landssteinanna og einnig að vekja áhuga lesanda að leggja því starfi lið sem unnið er. SOS barnaþorp Árið 1949 voru samtökin SOS Kinderdorf (SOS barnaþorp) stofnuð af Austurríkismanninum Hermann Gmeiner. H. Gmeiner missti ungur móður sína svo hann upplifði af eigin raun hvað það er að vera móðurlaus. Hann gerðí sér grein fyrir þeirri miklu neyð sem hrjáði mörg börn skömmu eftir síðari heimstyijöldina. í kjölfarið safnaði hann fé til byggingar fyrsta barnaþorpsins sem staðsett var í Austurríki. Árið 1963 var farið að reisa barnaþorp í þróunarlöndunum, fyrst í Kóreu. Síðan þá hefur SOS barnaþorpum fjölgað og eru nú rúmlega 340 í öllum heiminum. Auk þeirra eru í mörgum tilfellum Sérhvert þorp smanstenduraj 10-18 húsum, ojtast staðsett í aðlaðandi umhverji skammt jrá bce eða borg. Bömin búa því ekki í ojvernduðu umhverfi heldur mynda þorpin einskonar brúyjir til þeirra eigin þjóðfélags. reknir leikskólar og/eða skólar sem leggja ýmist áherslu á bóknám eða verkiðn. Ef mögulegt er ganga þó börnin í venjulegan skóla eins og önnur börn sem hafa tækifæri til i viðkomandi landi. Hugsunin að baki hverju þorpi er áhugaverð og sýnir sterka vitund um þær þarfir sem munaðarlaus börn hafa. Sérhvert bam fær ákveðna „mömmu“. Um er að ræða barnlausar, ógiftar konur. Hennar hlutverk er það sama og hverrar annarrar móður, að annast börnin sín. Móðirin er höfuð fjölskyldunnar og veitir bömunum þá ást og það öryggi sem þau þarfnast til að þroskast og dafna. Mæðurnar fá menntun á vegum samtakanna og þiggja laun fyrir hlutverk sitt enda er um að ræða fullt starf ef svo má að orði komast. Hver fjölskylda samanstendur af móðurinni og 6-8 börnum. Blóðsystkini fá að búa saman en bamahópurinn er að öðm leyti á misjöfnum aldri og af báðum kynjum. Húsin em hönnuð fyrir stóra fjölskyldu. í miðju húsi er stofan, þar slær hjarta fjölskyldunnar. Móðirin hefur sitt herbergi og 3-4 börn deila saman svefnherbergi. Sérhvert þorp samanstendur af 10-18 húsum, oftast staðsett í aðlaðandi umhverfi skammt frá bæ eða borg. Börnin búa því ekki í ofvernduðu umhverfi heldur mynda þorpin einskonar brú yfir til þeirra eigin þjóðfélags. SOS barnaþorpin hafa ekki neina ákveðna trúarlega stefnu heldur er tekið mið af hverju þjóðfélagi fyrir sig. SOS-Kinderdorf International, eins og samtökin heita, starfa sjálfstætt, þó í samráði við yfirvöld í við- komandi landi. Ekki er ólíklegt að SOS bamaþorpin séu stærsta einstaka hjálparstofnunin sem snýr eingöngu að börnum. í heiminum eru um 6.000.000 „barnavina11, þ.e. aðilar sem styrkja starfið með smærri eða stærri upphæðum. Á íslandi eru um 5000 manns barnavinir sem greiða frjáls framlög en um 2500 manns hafa tekið að sér bam og greiða um 1000 kr. á mánuði. Einstaklingar, fjölskyldur, klúbbar og félög mynda þennan hóp styrktar- aðila. Að jafnaði em þrir aðilar um hvert barn, hver frá 4

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.