Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.04.1996, Side 20

Bjarmi - 01.04.1996, Side 20
UM VÍÐA VERÖLD Biblían á Internetinu LAOS: Kreppt að kristnum mönnum Kristnir menn eru í minnihluta í ríkinu Laos í Austur-Asíu. Peir búa nú við meiri þrengingar en nokkru sinni fyrr, segir í erlendum blöðum. Reynt er að neyða þá til að afneita trúnni og láta af hendi bæði fé, sem safnast hefur til kristilegs starfs, og kristilegar bækur. Eitt héraðið í landinu heitir Sayabuly. Þar hefur fjórum af hverjum tíu kirkjum verið lokað og margir kristnir menn hafa verið teknir höndum. Því er haldið fram að þeir séu óvinir þjóðarinnar og byltingarinnar. Ef þeir fylgja ekki kommúnistaflokknum að máli eru þeir látnir í endurhæfingarbúðir. Þeim er gert að afhenda öll kristileg rit og kírkjum er breytt í skóla. Sagt er frá 99 kristnum Laosmönnum sem vildu ekki afneita trúnni. Var þeim þá bannað að dreifa kristilegu lesefni, halda guðsþjónustur og taka á móti öðrum kristnum mönnum. Biblíufélög notfæra sér í vaxandi mæli upplýsingatækni nútímans í þeim tilgangi að koma ritum Biblíunnar til fólks sem ekki er vant að lesa í henni. New International Version af Biblíunni er nú þegar aðgengileg á Intemetinu svokallaða fyrir allar þær miljónir sem geta notfært sér það. Leiðtogar í Biblíufélögum líta á Internetið sem mikilvægt tækifæri til að ná með texta Biblíunnar til fólks sem ekki er líklegt til að lesa hana af bók. Þá er í vaxandi mæli unnt að fá texta Biblíunnar í tölvutæku formi með leitarforritum, m.a. á íslensku. Fleira á ,,netinu(í Hópur rétttrúnaðargyðinga hefur sett helga texta gyðinga á Internetið samkvæmt upplýsingum frá Hebreska háskólanum í Jerúsalem. Með textunum fylgja myndir. Um er að ræða Tóra (Mósebækurnar fimm), ýmsa aðra texta Gamla testamentisins og Talmud. Unnt er að nálgast textana bæði á hebresku og arameísku. Englar í tísku í mörg ár litu margir á engla sem tilbúning eða barnalega ímyndun. Nú hefur þetta breyst og englar koma í vaxandi mæli fyrir í bókmenntum, kvikmyndum, tónlist, viðskiptalífi og í vitund fólks. í nýlegri þýskri könnun kom í ljós að 55% töldu að englar væru einungis trúarlegt tákn en 48% töldu að þeir ættu sér verndarengil. Þýskur félagsfræðingur, Stefan Kaempf, telur að það sé að litlu leyti fyrir áhrif frá kirkjunni að englar virðist vera „í tísku“. Trú á engla fyrirfinnist í mörgum trúarbrögðum allt frá trú forngrikkja til islams og nýaldarhyggju. Heimasíða Lausanne- h reyfingarinnar Lausanne-hreyfingin hefur fengið nýtt heimilisfang eða netfang eins og það er kallað. Nú geta þeir sem hafa aðgang að Internetinu komist í samband við hreyfinguna með því að slá inn lit íp.V/www.goshen. net. lausanne. „Okkur finnst mikilvægt að gera upplýsingar um Lausanne-hreyfinguna og útbreiðslu fagnaðarerindisins aðgengilegar fyrir ört vaxandi hóp þeirra sem nota Internetið,“ segir Arne H. Fjelsted, starfsmaður hjá Lausannehreyfingunni. Upplýsingarnar frá Lausanne-hreyfing- unni er að finna á bandarísku, kristilegu upplýsinganeti sem kallast Goshen-net (Gósen- netið). Stefnt er að því að þær verði brátt aðgengilegar á ýmsum öðrum tungumálum en ensku. Meðal þess sem um er að ræða eru Lausanne-sáttmálinn og Manilla-yfirlýsingin, hvort tveggja mikilvægar samþykktir og yfirlýsingar heyfingarinnar. 20

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.