Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.04.1996, Side 30

Bjarmi - 01.04.1996, Side 30
ORÐIÐ Iris Kristjánsdóttir Frelsið Já, það var þetta með frelsið. Á hverjum degi kem ég betur og betur auga á allar þær óteljandi dyr sem standa mér opnar. Ótakmarkaðir möguleikar bjóðast - framtiðin er bein og slétt sem malbikaður vegur og ég get gert það sem ég vil. Ég hef frelsi til að gera það sem ég vil. Fjölmargar raddir tala til mín úr öllum áttum og segja mér að koma hingað, fara þangað, gera þetta og varasl hitt. Ég gleðst yfir því að hafa frelsi til að hlusta á sumar þeirra en virða aðrar að vettugi. En á sama tima finn ég að ég á í vandræðum með að greina á milli raddanna, finna út hverjar séu virkilega þess virði að hlusta á. Ég finn að ég hef þörf á ákveðnu leiðarljósi, því þó að frelsið sé yndislegt þá er ekki alltaf auðvelt að vita hvernig á að fara með það. Það er eins og frelsið þurfi ákveðna takmörkun til að verða fullkomið. En til hvers get ég leitað til að lýsa upp þennan malbikaða veg sem ég sé framundan, til að varna þess að ég aki útaf, renni til i hálku eða keyri á næsta vegfaranda? í aldanna rás hefur maðurinn leitað hins sama: vegvísis á leið sinni gegnum lífsins ólgusjó. Ástæður þessarar leitar eru að vísu margar og svörin finna menn hér og þar. Margir hafa fundið í trúarbrögðum hið rétta leiðarljós sem gerir þeim kleift að ganga uppréttir í gegnum alla þætti lífsins, bæði jákvæða og Iris Krisjánsdóttir neikvæða. Flestir hafa frelsi til að taka eigin ákvarðanir guðfræöinemi , ,, , , . ... . , . . varðandt lil sitt og íðulega gera menn það 1 Ijost tengsia sinna við annað fólk sem þeir hafa sett traust sitt á. Ytri þættir hafa því stöðugt áhrif á það hvemig við notum það frelsi sem er fyrir hendi. Þess vegna er frelsi okkar aldrei eins mikið og við höldum þvi við komum ekki alltaf auga á þær takmarkanir sem því fylgja. Fyrir mér er kristin trú þessi takmörkun á frelsinu sem við þurfum á að halda, ekki samt í þeirri merkingu að hún fjötri mann og geri mann að þræli heldur fyllir hún tómarúm frelsisins og leysir af hólmi tilgangsleysið sem þar er fyrir. Við finnum flest fyrir þörf á ákveðnu frelsi í lífinu og oft neitum við að tengjast og treysta öðrum og treystum aðeins á okkur sjálf þvi við emm hrædd við að missa frelsið. Það getur orðið til þess að eyða möguleikum okkar á að treysta öðrum þegar á þarf að halda. Jesús hefur sagt okkur að leggja traust sitt á hann, leggja allar okkar þrár, langanir, tilfinningar og misgjörðir yfir á hann. Hann hefur sagt að við þurfum ekki lengur að lifa i eigin tómarúmi, því sem við köllum frelsi, og heyja lífsins baráttu ein og óstudd. Hann dregur okkur út úr skelinni og vekur okkur til lífs með sér. Ef við viðurkennum það, brjótum odd af oflæti okkar og treystum á hann en ekki okkur sjálf, þá öðlumst við hið eina frelsi sem vert er að eiga: frelsi til að trúa á hann og lifa með honum til að ákvarða líf okkar í samráði við hann. Með því móti höfum við tengst honum á órjúfanlegan hátt og hleypt honum að í lífi okkar. Dásamlegt, ekki satt, hvað frelsið er í raun yndislegt? 30

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.