Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.04.1996, Side 31

Bjarmi - 01.04.1996, Side 31
SKILABOÐ Til lesenda Bjarma Dregist hefur að fyrsta tölublað Bjarma á árinu 1996 sæi dagsins ljós. Ástæður eru ýmsar og verða þær ekki raktar hér. Á síðasta ári voru gerðar nokkrar breytingar á útliti Bjarma. Um leið var leitast við að gera efnisval og efnistök blaðsins fjölbreyttari. Virtist það mælast vel fyrir hjá lesendum. Á þessu ári er ætlunin að halda áfram á sömu braut og auka enn fjölbreyttni. Það er von aðstandenda blaðsins að það höfði þannig til stærri og breiðari hóps og áskrifendum fjölgi. Á því er mikil þörf svo að fjárhag blaðsins sé borgið. Núverandi áskrifendur eru hvattir til að taka höndum saman og kynna blaðið fyrir vinum og kunningjum og afla þvi fleiri ákrifenda. Á siðasta ári hættu þau Anna Magnúsdóttir og Gunnar H. ingimundarson i ritnefnd Bjarma. Eru þeim færðar þakkir fyrir fórnfúst starf i þágu blaðsins. Ný ritnefnd hefur nú tekið til starfa en hana skipa Guðmundur Karl Brynjarsson, Kjartan Jónsson og Þórunn Elí- dóttir, auk Benedikts Arnkelssonar sem átt hefur sæti í rítnefnd um áratuga skeið. Henning E. Magnússon hefur tekið að sér að annast fastan dálk í blaðinu sem ber heitið Menning og listir. Þá verður í auknum mæli leitað til sjálfboðaliða um að taka að sér blaðamanns- verkefni og taka tiltekin mál og málefni til umfjöllunar. Er nýtt fólk boðið velkomið til starfa við blaðið. Breyttar áherslur í efnisvali og efnistökum munu leiða til þess að blaðið flytur ekki í jafnmikilum mæli og áður fréttir af starfi hreyfinganna sem gefa blaðið út. Þær gefa allar út fréttabréf eða blöð og er lesendum bent á þau. Fastir dálkar i Bjarma verða nokkrir. Sem dæmi má nefna Brotið til mergjar, en þar verður eitthvert mál tekið til umfjöllunar fá ýmsum hliðum, í brennidepli, þar sem fjallað verður um málefni sem er í umræðunni hverju sinni, Innlitið, en þar verður litið inn til einstaklinga eða hópa og þeir teknir tali af einhverju tilefni, og Menning og listir, þar sem bókmenntum, tónlist, myndlist, kvikmynd- um, leiklist o.fl. verða gerð skil út frá kristnu sjónarhorni. Loks má nefna að ætlunin er að gefa lesendum tækifæri til að tjá sig í blaðinu í dálk sem ber heitið Lesendur hafa orðið. Árgjaldið fyrir árið 1996 verður kr. 2.700 og verður það innheimt með gíróseðli á næstunni. Áskrifendur sem nota greiðslukort eru þó hvattir til að hafa samband við afgreiðslu blaðsins í síma 588 8899 og gefa heimild til að innheimta árgjaldið á þann hátt þar sem það er ódýrari innheimtumáti. Þeir sem kjósa að greiða með greiðslukorti geta einnig skipt greiðslunni í tvennt ef þeir vilja og greitt helminginn núna og afganginn í haust. Skilvisum áskrifendum eru hér með færðar þakkir og þeir sem enn skulda árgjald síðasta árs eru hvattir til að gera skil hið fyrsta. Það er von þeirra sem standa að útgáfu Bjarma að blaðið geti um ókomin ár verið öflugt kristilegt tímarit og boðberi fagnaðar- erindisins um Jesú Krist. GJG Skráning í sumarbúðir KFUM & KFUK Skráning í sumarbúðir KFUM íVatnaskógi hefst mánudaginn 22. apríl n.k. Skráning í aðrar sumarbúðir félaganna, þ.e. Vindáshlíð, Ölver, Kaldársel og Flólavatn, hefst tveimur dögum seinna, miðvikudaginn 24. apríl. Góð heimsókn frá Þýskalandi Um miðjan febrúar fengu KFUM og KFUK í Reykjavík og Biblíuskólinn við Holtaveg góða heimsókn. Var þar á ferð Ulrich Parzany, framkvæmdastjóri KFUM í Þýskalandi. Hélt hann fyrirlestra á þremur fræðslukvöldum Biblíuskólans sem báru yfirskriftina „Trúin, lífið og ég.“ Fjallaði hann um framtíðina, þjáninguna og hvernig við getum ræktað trúna. Síðan talaði hann á þremur sam- komum sem báru yfirskriftina „Jesús er vegurinn, sannleikurinn og lífið.“ Samtals var fjöldi þeirra sem sótti fræðslukvöldin og samkomurnar um 800 manns. 31

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.