Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 19
TÆKNI Tölvur við útgáfustörf Margir hafa sýnt því áhuga hvernig tölvur hafa umbylt forvinnslu prentgripa, þ.e. hönnun, umbroti, skeytingu, litgreiningu o.fl. En tæknin nær víðar en til prent- miðlanna. Mikil þróun á sér stað í myndvinnslu, gerð myndbanda, varðveislu þeirra og dreifingu. Upptökutæki verða fullkomnari, minni og ódýrari með hverju árinu. Tölvur sem í dag eru seldar á fermingartilboðum, ráða við að vinna úr myndböndum, þ.e. klippa, bæta inn skýringar- myndum, texta o.s.frv. Tölvur með slíka eiginleika kost- uðu milljónir fyrir nokkrum árum. Á næstu árum munu myndböndin líklega deyja út og geisladiskar taka við. Síðustu fréttir herma að Sony og Panasonic, tvö af stærstu tæknifyrirtækjum heims, hafi sameinað krafta sína við þróun á geisladisk sem á að geta innihaldið þriggja klst. langa kvikmynd. Það er u.þ.b. 20 sinnum meira magn af upplýsingum en hefðbundnir geisladiskar innihalda í dag. Það má því vænta þess, í náinni framtíð, að í stað þess að fólk nái sér í myndbands- spólu, nái það sér í geisladisk. Ljósleiðarar auka flutningsgetu Ljósleiðarar eru einskonar ofur-símasnúrur, sem taka margfalt magn upplýsinga í samanburði við venjulegar símasnúrur. Ljósleiðarar era nógu öflugir til að geta Qutt myndefni. T.d. eru beinar útsendingar frá Akureyri, sem sýndar eru í sjónvarpinu, fyrst sendar með ljósleiðara til Reykjavíkur og þaðan út til almennings eftir hefðbundn- um leiðum, líka til þeirra sem búa á Akureyri. Þegar búið verður að leggja ljósleiðara í heimahús og geisladiskar verða búnir að yfirtaka myndbandsspólumar, má gera ráð fyrir því að myndbandaleigurnar leggist niður. Fólk kemur einfaldlega til með að nálgast myndefnið símleiðis i gangabanka. „Myndabandaleiga" verður þannig kannski liður i starfsemi þjónustustöðvanna. Kristileg tækifæri Veltum nú fyrir okkur möguleikum kristinna manna á því að notfæra sér alla þessa tækni sem hér hefur verið nefnd. 1. Hægt er að búa til heimasíðu á Internetinu. Hún getur t.d. vísað á hina ýmsu kristilegu gagnabanka víðsvegar um heiminn. Hún getur vísað á upplýsingar um kristilegt starf hér heima. Hún getur veitt ráð, vísað í rit, o.s.frv. 2. Með tölvumyndsímum er hægt að starfrækja samfélagshóp, þó svo að fólk sé staðsett viða um heiminn. Það gæti verið mikilvægt fyrir þá sem eru erlendis eða búa í dreifbýli og njóta takmarkaðs kristilegs samfélags. 3. Frá kristniboðssjónarmiðum þá hefur þessi tækni engin landamæri. Hægt er að koma kristilegu efni, Verum vakandi Hér hefur verið hlaupið hratt yfir sögu, enda ekki markmið greinarinnar að veita tæmandi upplýsingar um tækni og tölvumál. Hafi hún hinsvegar vakið einhvern til meðvitunar um ábyrgð kristinna manna, að fylgjast með nýjum leiðum í upplýsingamiðlun, þá hefur hún þjónað tilgangi sínum. Því er spáö aö geisla- diskurinn muni að stórum hluta leysa myndbandsspólurnar at hólmi á næstu árum. Nú þegar ertil mikið af fræösluefni og þroskandi leikjum á geisladiskum. 5. 6. bæði fræðslu og boðun, inn í lönd þar sem kristin trú er ekki leyfileg. Kirkjur og kristileg félög geta nýtt sér möguleika heimasíðnanna til kynningar á starfseminni. Upplýs- ingar um einstaka þætti í starfseminni og dagskrá næstu vikur gætu komið þar fram. Þess má geta að Kristileg skólasamtök hafa sett upp heimasíðu. Netfang hennar er http://www.Jire.is/kss \ ljósi þess að framleiðsla á myndefni verður alltaf ódýrari með hverju árinu, opnast möguleikar fyrir kristna menn að gefa út myndbönd eða geisladiska með boðunar og fræðsluefni. Jafnvel er hægt að vinna úr fyrirlestrum sem haldnir eru í kirkjunni eða félagsstarfinu, bæta við það skýringarmyndunum o.s.frv. Annarsvegar má sjá fyrir sér efni sem fólk verður að greiða fyrir aðgang að og hinsvegar efni sem fólk gæti nálgast án endurgjalds. Útgáfa leikja og þrauta fyrir börn á geisladiskum er þegar orðin mikil. Þar eru ekki aðeins á ferðinni stríðsleikir, heldur margskonar efni sem eykur þekkingu og þroska barna. Kristilegt efni hefur ekki verið þar í fararbroddi. Þýðingar á efni á íslensku eru mikil- vægar. Þar eru kannski vannýtt tækifæri fyrir íslendinga, því enn sem komið er er það óalgengt að t.d. leikir fyrir börn séu til á íslensku. Ef hægt væri að komast yfir útgáfurétt á vönduðum kristilegum tölvuleikjum og þýða þá á íslensku, fengju þeir eflaust mikla útbreiðslu. 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.