Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.04.1996, Qupperneq 5

Bjarmi - 01.04.1996, Qupperneq 5
BROTIÐ TIL MERGJAR slnu landi, og segja má að börnin líti á þá sem „frænda eða frænku“ í útlöndum. Persónuleg tengsl myndast gjarnan, einkum í formi bréfaskrifa. Einnig hafa nokkrir styrktaraðilar heimsótt sín barnaþorp og stuðlað þannig að enn betri tengslum. Um þessar mundir leggja samtökin á íslandi sérstaka áherslu á þorp í Eistlandi í samstarfi við hin Norðurlöndin. Starfið hér heima er mjög umfangsmikið og er ein manneskja í fullu starfi. Rekstarfé skrifstofunnar er þó ekki tekið af því fé sem greitt er sem styrkir til bamanna heldur eru það sérstakir styrkir. Formaður SOS barna- þorpa á íslandi er Úlla Magnússon og er skrifstofan staðsett að Hamraborg 1, Kópavogi. ABC hjálparstarf ABC hjálparstarf er íslenskt, samkirkjulegt hálparstarf, stofnað árið 1988 af nokkrum kristnum einstaklingum. Markmiðið er að veita fólki, börnum sem fullorðnum, hjálp sem kemur að varanlegu gagni. Sérstök áhersla er lögð á að styrkja fátæk börn til náms og tryggja það að þau fái helstu þörfum sínum fullnægt. ABC styrkir börn í Úganda, á Filippseyjum, Indlandi, Kambódíu, Haití, Rúmeníu, laos og Bangladesh. Stuðningurinn getur verið allt frá því að greiða skólagjöld upp i að greiða fyrir skóla, fæði og heimili. Allt fjármagn kemur frá styrktaraðilum sem greiða misháar upphæðir eftir efnum og ástæðum. Þegar þetta er ritað eru um 1400 stuðningsaðilar sem styðja við bakið á um 2000 börnum. Stuðningsaðilarnir eru oftast einstaklingar eða fjölskyldur en einnig fyrirtæki, kvenfélög, saumaklúbbar, skátafélög, sunnudagaskólar ofl. Slíkir aðilar hafa þá styrkt eitt eða fleiri börn. Einnig eru sumir sem leggja fram ákveðna upphæð á mánuði án þess að vera beinir styrktaraðilar ákveðins barns. Sérhver styrktaraðili fær mynd af sínu barni og getur hæglega komið á persónulegum tengslum í formi bréfaskrifta o.þ.h. Það hefur reynst börnunum afar dýrmætt. Einungis einn styrktaraðili er um hvert barn. Upphæðir sem fólk greiðir eru á bilinu 500-1450 kr. á mánuði, eftir því hversu mikil hjálp er veitt. Árið 1989 stóð ABC hjálpar- starf fyrir lestrarkennsluverkefni í Mexíkó meðal tveggja indíána- þjóðflokka. Árið 1990 voru 100 börn styrkt til náms á Filipps- eyjum auk þess sem unnið var að lestarkennslu á Fílabeins- ströndinni. 1991 voru 250 börn styrkt til náms á Filipps- eyjum og 1992 voru 500 börn styrkt til náms á Filippseyjum, Indlandi, Kambódiu, Laos og Bangladesh auk þess sem hafist var handa við að byggja heimili fyrir 30 munaðarlaus börn í Kambódíu. Um 1200 börn voru styrkt árið 1993 í áður- nefndum löndum auk Úganda. Einnig var tekið við Little Light Orphanage heimilinu á Indlandi þar sem 360 börn búa. Árið 1994 var hafist handa við byggingu þorps fyrir alnæmis- sjúkar ekkjur með ung börn í Úganda í samstarfi við nokkra aðila. Síðast liðið ár var stofnað 50 barna heimili í Madras á Indlandi í leiguhúsnæði og nýjasta verkefnið er stækkun Little Ligths heimilisins sem gera mun um 600 börnum kleift að búa þar. Allt það starf sem unnið er hér á landi s.s. umsjón, innheimta, erlend samskipti o.þ.h. er unnið í sjálfboða- vinnu. Sjö kristnir einstaklingar hófu starfið en umsvifin hafa aukist jafnt og þétt og eru nú um 30 manns sem leggja fram krafta sína, mismikið þó. Guðrún Margrét Pálsdóttir er umsjónarmanneskja og einn frumkvöðlanna en ferðalag sem hún fór í kringum hnöttinn fyrir 10 árum kveikti þann hugsjónaeld sem drífur starfið áfram. ABC hefur aðstöðu í húsnæði sem hún og eiginmaður hennar eiga og lána endurgjaldslaust til starfsins. Nokkrir leigj- endur eru í húsnæðinu. Sumir þeirra nýta símadömu ABC og greiða vissa upphæð til starfsins í staðinn auk þess sem sjálfboðaliðarnir þrífa að hluta og rennur ágóðinn af því til styrktar 10 bðrnum í Úganda. Rekstarkostnaði er haldið í algjöru lágmarki og sérhvert framlag fer algjörlega óskipt á Mósambik hefur þurft margháttaða aðstoð til uppbyggingar þjóðfélagsins eftir áralangt borgarastríð í landinu. Hér eru íbúar við vatnsbrunn í Tete- héraði sem Hjálparstofnun kirkjunnar hefur kostað. 5

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.