Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1996, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.12.1996, Blaðsíða 9
Svo breytist hann auðvitað og þroskast og sjálfsagt gerir hann það þar til hann er orðinn gamall. H: Sálmur 139:13-16 öðlaðist nýja merkingu fyrir mér eftir að ég eignaðist Matthías. Þegar ég er ein heima á kvöldin og les í Biblíunni eftir að hann er sofnaður hugsa ég oft um þessi vers, sérstaklega síðari hlutann í 16. versi: „Ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn“. En hvar kemur Guð inn í alla pessa atburðarás? H: Ég trúi því að Guð sé skapari alls og að hann hafi frá upphafi hugsað Matthlas handa okkur. Hvernig tengist barnið bœnumykkar? H: Hann var í bænum okkar áður en hann varð til. Á meðgöngunni fólum við hann Guði á hverjum degi og báðum fyrir framtíð hans og að hann myndi þroskast eðlilega. Guð gaf okkur heilbrigt barn og fyrir það lofum við hann. G: Við biðjum áfram fyrir honum og framtíð hans, og á hveiju kvöldi biðjum við með honum ákveðin bænavers og signum hann. Þannig heyrir hann og upplifir bænina strax frá upphafi og tekur svo þátt í henni þegar fram í sækir. Þetta verður þá eðliegur hlutur fyrir svefninn. H: Svo ef hann vill ekki sofna alveg strax fær hann einn sálm eða tvo, t.d. kvöldsöng Vindás- hlíðar. Gætuð þið hugsaðykkur að eignastjleiri börn? G: (Fljótur að svara). Já. H: Já, fyrr en seinna, mig langar að eiga fjögur böm ef efni og aðstæður leyfa. Ég var alltaf á því að bíða svolítið en nú finnst mér þetta svo gaman. Það er stórkostlegt að horfa á þroska og framfarir Matthíasar. Þetta gefur manni líka mikla lífsfyllingu. Það verður svo bara að koma í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér. Að lokum vildi Matthías sem hafði setið stilltur og rólegur í fangi pabba síns fá að segja nokkur vel valin „orð“, en þau verða varla skrifuð hér. K.G. Kristbjörg Gísladóttir Barnið, sköpun Guðs „Líkami mannsins er eitt hið veglegasta af því, sem Guð hefir skapað, og gerður til að vekja eptirtekt á hans dásemdarverkum.li Þannig er sagt frá manninum sem sköpun Guðs í „Lestrarbók handa alþýðu“ eftir Þórarin Böðvarsson frá árinu 1874. Margt hefur breyst á þeim 122 árum sem liðin eru frá því að ofangreind fullyrðing var færð í letur. Engu að síður geta margir tekið undir þessi orð í dag. Þeir eru ófáir sem verða agndofa þegar þeir sjá nýfætt barn og finnst það vera staðfesting þess að Skaparinn sé enn að störfum. „Því að þú hefir myndað nýru mín, ofið mig s í móðurlífi. Eg lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru verkþín, það veit ég næsta vel“ (Sáim.i39:i3-i4). 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.