Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1996, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.12.1996, Blaðsíða 11
BARN ER OSS FÆTT gerum okkur í raun ekki grein fyrir því nema að mjög litlu leyti. Við hugsum okkur lítið hjarta, sem er farið að slá eftir örfáar vikur, og heilabú sem einnig að vissu leyti er farið að starfa á sama tíma. Heilinn er slíkt undur veraldar að menn skilja ekki nema agnarlítið brot af honum enn þann dag i dag, hvað sem síðan verður. Náttúran öll er undursamleg og ég tel hana ekkert annað en sköpunarverk. En það full- komnasta af þvi öllu er maðurinn. Hvað er efst í huga þér þegar þú hejur tekið á móti bami úr hlýju og öryggi móðurinnar? Það er auðvitað óskin um að þessi sama hlýja, sem það var umvafið, mæti þvi líka hér þó á annan veg sé. Ég held að ef við gætum öll elskað bömin okkar og umvafið þau með raunverulegum, sönnum kærleika, byggjum við í fallegum og góðum heimi. Það er mikil vöntun á kærleika í uppeldi barna og ég lít svo á að vandamálin í heiminum stafi fyrst og fremst af kærleiksleysi. Það er svo margt sem fylgir í kjölfar þess að alast upp í djúpstæðum kærleika og þá er ég alls ekki að tala um dekur, þar er stór munur á. Lítur þú þá á bamiðfyrst ogfremst sem sköpun Guðs en ekki foreldranna? Við erum sköpun Guðs og ég held að tilgangur Guðs sé að maður og kona finni hvort annað og elski og ávöxtur þess kærleika sé ný manneskja. Við komumst auðvitað ekki hjá þvi að bam, sem fæðist, hafi eitthvað í sér frá foreldr- unum þó að það sé einstaklingur út af fyrir sig. Bam er i raun og vem gjöf sem ég held að okkur hafi verið falið að koma á legg. Það er lika gjöf sem gerir okkur að betri Hulda Jensdóttir rekur verslunina Þumalínu. manneskjum. Sem dæmi má nefna að það er sagt að börn brosi eða hlæi minnst 500 sinnum á sólarhring en fullorðið fólk brosir varla allan daginn. Ef maður er með litlu barni framkallar það hið fegursta og besta hjá manni og þess vegna er barn gjöf til lífsins. Það gerir lífið fegurra og betra og þess vegna er barnið undursamleg Guðs gjöf. Lítur þú á hvert bam sem kraftaverk? Já, líka þau sem af einhveijum ástæðum hafa orðið til án þess að beinlínis hafi verið reiknað með þeim, þó að við óskum auðvitað eftir þvi að öll börn verði til samkvæmt löngun, ósk og ást. Hvert einasta bam, sem verður til og fæðist, er vissulega kraftaverk. Kristbjörg Gísladóttir Bam er í raun og veru gjöf sem ég held að okkur haji veriðfalið að koma á Iegg. Pað er líka gj öf sem g erir okkur að betri manneskjum. Sem dœmi má nefna að það er sagí að böm brosi eða hloei minnst 500 sinnum á sólarhring enfullorðiðfólk brosirvarla allandaginn. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.