Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Síða 38

Æskan - 01.11.1975, Síða 38
arnir helgi líf sitt trúariðkunum eða helgi líf sitt góðgerðastarfsemi. í safninu eru fjöldamargar mynd- ir úr lífi og starfi munkanna í klaustrinu, vinnu þeirra, trúariðkun og samkomum. Þeir stunda landbúnað og á ýmsum myndum mátti sjá þá aka dráttarvél, reka kýr eða smíða. Þarna voru munkar við skósmíði, prentverk og Ijósmyndavinnu. Og á einum stað mátti sjá, hvar munkur stóð við eldsmíði og þarna kom fram, að það sem góði dátinn Sveik sagði, var öld- ungis hárrétt, ,,því jafnvel í eldhúsinu getur frómur maður komið hæfileikum sínum á framfæri." Eftir að hafa skoðað safnið og klaustrið, eftir því sem föng voru á, héldu þau af stað frá klaustrinu. Börnunum fannst gaman að hafa komið til Clervaux og sérstak- lega að hafa komið í klaustrið, þar sem Halldór Lax- ness skrifaði að sögn bókina ,,Að heiman ég fór“. í bókasafni klaustursins er sagt að sé biblía, sem til- heyrði Laxness, en ekki gafst börnunum tækifæri til að kanna það nánar. Nú var eftir að aka sem leið lá suður landið alla leið til höfuðborgarinnar. Þau fóru veginn, sem liggur eftir svo til miðju landinu og stönsuðu ekki fyrr en í Ettelbruck. Þar stendur minnismerkið um Patton hershöfðingja. Hann stendur þar all vígalegur með tvær skammbyssur og kíki í hendi. Á plötu á minnis- merkinu stendur: „General George S. Patton, Com- mander III U.S. Army, Orrustan um Ardennafjöllin vet- urinn 1944-—1945“. Nú er friðsælt á þessum stað og óskandi að ekki gefist oftar tækifæri til að reisa sigursælum hershöfðingjum minnismerki. Að þessu loknu var haldið heimleiðis. Nú var kyrrð komin á og fáir bílar á ferð. Nú óku þau um bæi, sem þau höfðu ekki séð áður og inn í borgina, en s:ðan að Hótel Aerogolf. Þar beið þeirra veisluborð. Eftir mikla og góða steik var síðan haldið í háttinn, því að morgni átti að fara inn í borgina og líta í búðir, áður en haldið yrði heimleiðis. Þau vöknuðu snemma um morguninn, því nú átti að kaupa ýmislegt fyrir heimferðina. Það gekk líka Ijóm- andi vel og eftir að hafa pakkað í töskurnar, kvöddu þau hótelfólkið með virktum og síðan var ekið út á flugvöll. Þau skiluðu bílaleigubílnum, sem Cargolux hafði lánað þeim og sendu Einari Ólafssyni þakkir fyrir lánið. Óskar og Kristín við aöalinngang klaustursins í Clervaux. Það var löng biðröð farþeganna, sem ætluðu að fljúga með Loftleiðum til Ameríku. Þau komust þó í gegn um síðir og fóru inn í biðsalinn. En allt í einu lenti flugvél frá Flugfélagi íslands, svo nú voru þrjár þotur á vellinum, allar tilheyrandi Flugleiðum, en með mismunandi merkjum, þ. e. a. s. Loftleiðaþota, Inter- national Air Bahamaþota og Flugfélags íslandsþota. Þau hittu Skúla Steinþórsson flugstjóra á Loftleiða- þotunni og síðan þittu þau þrjár flugfreyjur frá Flug- félagi íslands, sem komu inn í biðsalinn. Þær sögðu að heima væri veðrið ekki verra en í Luxemborg, máski dálítið betra. Þetta gladdi að sjálfsögðu ferða- fólkið. Það er alltaf gaman að koma heim úr vel- heppnaðri ferð í góðu veðri og kannski kæmi ein- hver til Keflavíkur til þess að taka á móti þeim. Þau gengu um borð í Loftleiðaþotuna og brátt var lagt af stað. Þau flugu yfir Luxemborg, Belgíu og út á haf, sömu leið og þau höfðu komið fyrir fjórum dög- 36
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.