Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1975, Page 62

Æskan - 01.11.1975, Page 62
uðu upp og dóu, og stóra súrublaðið, sem hún hafði búið undir, visnaði smám saman, og loks varð ekkert eftir nema gulur og visinn stöngullinn. Þumalínu varð dauðkalt, því fötin hennar voru komin í sundur, og sjálf var hún svo fíngerð og lítil. Hún hlaut að deyja úr kulda, vesalingurinn. Það fór að snjóa og hvert snjókom, sem féll á hana, var eins og þegar kúfaðri skóflu af snjó er kastað á okkur, því við erum stór, en hún var ekki nema einn þumlungur á hæð. Svo hafði hún ekkert að borða, því síðustu blómin voru dáin. Og hún hugsaði til konunnar, sem henni hafði liðið svo vel hjá. Skyldi hún nokkurn tíma koma þangað aftur? Rétt fyrir utan skóginn, þar sem hún hafði látið fyrir berast um sumarið, var stór kornakur, en korn- ið hafði verið flutt burt fyrir löngu. Þangað fór nú Þumalína, til þess að vita hvort þar væri nokkra fæðu að fá. Neðsti hluti kornstönglanna stóð ber upp úr brúnum akrinum. Það var eins og skógur fyrir hana, þegar hún gekk á milli þeirra. Hún nötraði af kulda. Þá skeði nokkuð óvænt: Dagsbirtan hvarf allt ( einu og hún varð þess vör að hún hrapaði niður í jörðina. Brátt hætti hún að hrapa, og fram undan sá hún Ijósbirtu. Hún gekk í áttina til Ijóssins og er hún kom nær, fann hún einnig ilmandi matarlykt. Svo sá hún inn í snoturt eldhús og þar var akurmús, sem hrærði í matarpotti. Þumalína skýrði nú akur- músinni frá því, að hún hefði ekki bragað mat í tvo daga, og bað hana að gefa sér eitthvað að borða. „Vesalingurin litli,“ sagði akurmúsin, því þetta var í rauninni gömul og góðleg akurmús, „fáðu þér sæti og borðaðu með mér. Maturinn er að verða tilbúinn." Þegar þær voru búnar að borða, sagði músin: „Þér er velkomið að vera hjá mér í vetur, en þá verður þú að halda stofunni minni hreinni og segja mér sögur, því mér þykir mjög gaman að sögum.“ Þumalína gerði eins og þessi gamla, góða akur- mús hafði stungið upp á, og henni leið þarna mjög vel um veturinn, vorið og sumarið. Dag nokkurn haustið eftir heyrði Þumalína hávaða fyrir framan litlu stofuna. Svala hafði fallið inn um holuna, sem lá inn að heimkynnum akurmúsarinnar. Þó fuglinn lægi grafkyrr, gat litla stúlkan ekki að því gert að vera dálítið hrædd, því henni fannst fuglinn vera svo stór. (Þið verðið að minnast þess, að hún var aðeins einn þumlungur á hæð.) En af því að fuglinn virtist vera bæði sjúkur og kaldur, vafði Þumalína baðmull kringum hann til þess að verma hann. Hún lagði laufblað undir höfuð hans fyrir kodda. Daginn eftir hafði svalan opnað augun, og Þumalína gaf henni ofurlítið vatn að drekka f blómblaði. „Þakka þér fyrir, fallega, litla stúlka," sagði sval- an. „Þú ert mér mjög góð.“ Svo sagði hún Þumalfnu, hinir sögðu að hún væri Ijót, þá trúði hann því að lokum sjálfur og vildi hana alls ekki. Hann greip hana og flaug með hana burt. Skildi hann hana svo eftir á blómkrónu nokkurri. Þar grét hún af því að hún var svo Ijót að aldinborarnir vildu ekki hafa hana. Þó var hún fíngerð og björt eins og fegursta rósarblað og ekki var hægt að hugsa sér neitt fegurra en hana. Vesalings Þumalína hafðist við í skóginum allt liðlangt sumarið. Hún fléttaði sér hengirúm úr strá- um og festi það undir stóra súrublöðku, til þess að ekki skyldi rigna á hana. Hún borðaði hunang úr blómunum og við þorsta saup hún döggina, sem stóð á laufblöðunum á hverjum morgni. Þannig leið sum- arið og haustið og veturinn langur og kaldur gekk í garð. Allir fuglarnir, sem höfðu sungið svo fagurt fyrir hana, flugu nú sína leið. Blómin og grösin visn- 60
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.