Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1975, Qupperneq 92

Æskan - 01.11.1975, Qupperneq 92
LAPPI GUÐM. K. EIRÍKSSON: g þetta áttu þau eftir að lifa, þessi gömlu, heiðar- legu hjón, að hann Sigurður sonur þeirra, þessi frið- semdar og hversdagsgæfi maður, væri settur í fang- elsi fyrir misþyrmingar og barsmíð.-------- Gömlu hjónin sitja í eldhúsinu, þeim er margt í huga á þessu kvöldi. Lítill, glóhærður drenghnokki situr á gömlu drag- kistunni undir eldhúsglugganum og horfir út i rökkr- ið. Það er hann Páll litli, sonarsonur þeirra. Það kem- ur líka margt í hug þessa litla drengs, er situr við gluggann og starir niður að sjónum og hlustar á nið brimsins, er skellur upp að klöppunum, rétt fyrir neð- an húsið, með djúpum soghljóðum og þungum stun- um. Og þarna fyrir oifan klappirnar, lengra inn með sjón- um, er hin svarta þúst með stóru steinunum. Þangað stara barnsaugun með blikandi tár á kinn. Svarta þústin er hundsdys. Þar er hann Lappi graf- inn. Stóri, loðni hundurinn, sem hann pabbi hans hafði átt, og honum þótti svo vænt um og hann lék sér svo oft við — vesalings, stóri Lappi sem var skotinn.--------- í kvöld kemur pabbi hans heim og verður aldrei framar svona lengi í burtu frá honum. Það voru svo voða, voða margir dagar síðan hann kvaddi hann, að hann hafði alveg gefist upp á að teija þá. Afi og amma sögðu að það væru þrjár vikur, það gat vel ver- ið, en þrjár vikur eru líka margir dagar fyrir lítinn dreng, sem þykir svo mikið vænt um hann pabba sinn. En í allan dag hefur amma verið að baka pönnukökur og klatta, því í kvöld átti að vera svolítil hátíð á heim- ili afa og ömmu, þegar pabbi hans kæmi. Og þau biðu öll með eftirvæntingu .... Sigurður sonur gömlu hjónanna var ekkjumaður. Hann hafði misst konuna þegar Páll litli fæddist, síð- an bjó hann með ráðskonu og átti heima skammt frá gömlu hjónunum. Hann var um fertugt, frekar lágur vexti, en þrekinn; vel að manni en hægur og stilltur hversdagslega og hið mesta Ijúfmenni. Hann stundaði aðallega fiskveið- ar á vetrum og svo fuglaveiðar í ígripum og átti því jafnan góðan veiðihund. Fyrir rúmum hálfum öðrum mánuði hafði Sigurður fundið hundinn sinn skotinn inn með sjónum. Fúl- mannlega hafði verið gengið þar að verki, því ekki hafði verið hirt um að ganga af honum dauðum. Hundurinn hafði skriðið á móti honum á kviðnum, með blóðdrefjarnar á eftir sér. Og þeim augum, sem þetta helsærða dýr horfði upp á húsbónda sinn á þeirri stundu gat Sigurður aldrei gleymt; því sárs- aukakennda, biðjandi og hjálparvana augnaráði. Hann kraup niður að hinu helsærða dýri, klappaði því og sýndi því seinustu vinahótin. Hundurinn sleikti hönd hans með veikum mætti. Það munu eflaust fáir skilja hvað í huga Sigurðar bjó, er hann lét hið þunga högg falla, er gerði þessum trygga förnunaut full skil, hundinum sem hafði ífylgt honum hvert fótmál f hartnær sjö ár. Þungur var hugur Sigurðar er hann stóð upp og þurrkaði vota hvarmana, þessi þrekni, sterki og full- orðni maður, um leið og hann slengdi dauðum hunds- skrokknum á bak sér og gekk þungstígur heim. Það kvöld grét Páll litli sig í svefn. Það var nokkrum kvöldum síðar að Sigurður gekk út í rökkrinu og var lengi að heiman. Það var ekki fyrr en seint um kvöldið að það var vitað, hvað fyrir honum hafði vakað. Óhljóðin bárust alla leið heim i húsið til gömlu hjónanna. Sigurður hafði gengið f rökkrinu niður að fiskskúr- unum niður við vörina, og setið þar fyrir þeim er drepið hafði fyrir honum hundinn. Hann hafði farið nær um það hver það verk hafði unnið. Það var gam- all óvildarmaður hans, er hann hafði elt grátt silfur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.