Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 38

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 38
Eldfell séð frá vestrl yfir suð-austurhluta Vestmannaeyja. Þrátt fyrir erlenda áþján og ýmsar aðrar plágur höfðu eyja- búar yfirleitt nægileg matföng. Það gerðu auðæfi fiskimiðanna og eggja- og fuglatekja í björgum. Séra Jón Austmann segir í sóknarlýsingu sinni frá árinu 1839, að eyjarnar séu ,,einn lífvænlegasti kjálki landsins“. Þó telur hann upp marga ókosti, sem fylgi og fylgja munl búsetu í Eyjum, svo sem afar tíð slys í fjöllum og á sjó, eldiviðarskort, hinn mik|a barnadauða og algeran skort á haffærum skipum. Hann segir að stundum líði 6, 8,10, já, allt að 20 vikur milli ferða til landsins. Síðast telur hann vatnsleysið, sem hann segir, ,,að stundum ríði af allan baggamuninn". Útgerð í Eyjum Einokunarversluninni var aflétt árið 1788, og upp úr því lagðist konungsútgerðin niður. Þegar líða tók á 19. öldina fór efnahagur eyjabúa batnandi samfara vaxandi eigin útgerð. Jafnframt óx mönnum áræði og bjartsýni. Það gefur auga leið, að sjósókn úr Eyjum á litlum, vélarlaus- um bátum á opnu úthafi í mesta skammdeginu hefur ekki verið heiglum hent. Sama má segja um eggjatöku og fuglaveiðar í þverhníptum björgum. Eðlilega urðu slysin mörg og stór. Tvisvar kom það fyrir, að um eða yfir 50 menn drukknuðu sama daginn. Mannfallið var mikið. Mun meira, hlutfallslega, en hjá ríkjum, sem eiga í stórstyrjöld. Þessi harða lífsbarátta skapaði afburða sjómenn og bjargveiðimenn. Menn, sem margan frækilegan sigur unnu í baráttu við miskunnarlaus náttúruöfl, þótt oft yrðu þeir að lúta í lægra haldi. Svo fast var sjórinn stundum sóttur, að sóknarprestarnir fundu sig til þess knúna, úr messustóli, að vara menn við svo miklu ofurkappi. Hin tíðu sjóslys urðu til þess, að menn bundust samtökum og stofnuðu, árið 1862, fyrsta innlenda vátryggingafélagið, Báta- ábyrgðafélag Vestmannaeyja, sem enn starfar. Með vélbátaöldinni hófst tímabil stórstígra framfara og nná hiklaust fullyrða, aö síðan hafi Vestmannaeyingar staðið í a|lra fremstu víglínu í sókn þjóðarinnar til bættra kjara og betra lífs. Fyrsta frystihús landsins var tekið í notkun f Vestmannaeyjum árið 1908. Fyrsta fiskimjölsverksmiðjan árið 1913 og á flestum öðrum sviðum sjávarútvegs og fiskiðnaðar hafa Vestmanna- eyingar verið í fararbroddi. Björgunarmál Þegar vélbátum fjölgaöi, varð þörfin fyrir björgunarskip ® brýnni. Vélabilanir voru tíðar, og bátar urðu fyrir ýmsum áföll- um í illviðrum. Oft þurfti að leita til báta, sem voru sjálfir við illan leik nýkomnir að landi, til að fara aftur út, öðrum til aðstoðar. Fyrir kom, að sá bátur, sem aðstoðina ætlaði að veita, fórst með allri áhöfn. Hér við bættist, að veiðarfæratjón var gífurlegt. þegar togarar ösluðu yfir netasvæði bátanna. Ekkert skip var til, sem stuggað gæti þeim í burtu. Arið 1918 var stofnað Björgunarfélag Vestmannaeyja: sem til réðst í það stórvirki, að kaupa 205 tonna gufuskip björgunarstarfa. Hingað kom skipið, sem hlaut nafnið Þór. 1 mars 1920. Skipið var jafnframt notað til landhelgisgaeslu. Fra Vestmannaeyjum var skipið gert út í liðlega 6 ár. Á þessu tíma- bili aöstoðaði Þór og bjargaði fjölda báta. Tók 65 togara a ólöglegum veiðum, en það, sem e. t. v. var mest um vert, fyrir utan björgun mannslífa, hann varði netasvæðin fyrir áganð' togara. Smátt og smátt opnuðust augu ráðamanna þjóðarinnar fyrir því, að ekki var meö öllu vansalaust að láta Vestmannaeyioð9 eina halda uppi björgunarstarfi og landhelgisgæslu. RíklS sjóður tók við rekstri skipsins árið 1926. Þetta var upP*1 landhelgisgæslu á íslandi. Símamál Fljótlega eftir að búið var að leggja aðalsímalínur landsins fóru Vestmannaeyingar þess á leit við Landssímann, að síma strengur yrði lagður til Eyja. Menn sáu fljótt gagnsemi þessa nýju tækni fyrir einangraö byggðarlag, ekki síst ef veita Þu nauðstöddu skipi aðstoð. Það væri heldur ekki lítils virði ’ ^ aðstandendur sjómanna, sem nauölentu uppi á sönCÍurn,aö strax væri hægt að fá fréttir af afdrifum þeirra, í stað ÞesS þurfa, ef til vill svo vikum skipti, að bíða milli vonar og ótta 'r af því, hvort þeir væru lífs eóa liðnir. ^ Þegar Landssíminn, þ. e. ríkissjóður, taldi sig ekki hafa magn, að svo stöddu, til að leggja þennan streng, sem vl^_ lega var dýr, tóku eyjaskeggjar til sinna ráöa. Þeir stofnuðu og ritsímafélagið árið 1911. Félagið byggði stöð °9_ dreifikerfi úti í Eyjum, lagði neðansjávarstreng og kom a stöðvum uppi á landi og komst þannig í samband við síma landsins. Þegar séð var, að fyrirtækið stóð vel undir sér, y 1 Landssíminn þjónustuna. Vatnsveitan tu Eins og áður segir hefur vatnsskortur mjög háð bus Vestmannaeyjum allar götur frá því á landnámsöld. ÆSKAN — Takmark vort er árið 1977: Blaðið inn á hvert barnaheimili 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.