Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 68

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 68
 iíií'liSS kippirnir, að Pétur hentist milli hlöðuveggjanna, og eins og áður hættu ósköpin allt í einu og allt varð dauðahljótt. Pétur fór nú að gá út og sá þar einn hestinn enn, en hann var miklu stærri en hinir og hjá honum lágu herklæði úr skíru gulli. Pétur fór með hest þennan til hinna og leist langbest á hann. Þegar hann kom heim, var farið að þrefa um það við hann, hvort allt grasið væri nú ekki farið af enginu. Páll gerði mest af því. Pétur svaraði fáu, en um daginn fóru þeir feðgarnir út á engið og litu á, og þar var grasið jafnmikið og tvö sumrin á undan. Konungurinn í landinu átti dóttur, sem hann vildi ekki gefa nokkrum manni, nema þeim, sem gæti riðið upp Glerfjallið, — því rétt hjá konungshöllinni var geysihátt glerfjall. Efst þar uppi átti konungsdóttir að sitja með þrjú gullepli í kjöltunni og sá, sem gæti riðið upp til hennar og tekið gulleplin þrjú, hann átti að fá hana fyrir konu og hálft ríkið með. Þetta lét konungur kunngjöra við hverja einustu kirkju í öllu landinu og einnig í mörgum öðrum löndum. Konungsdóttirin var svo fögur, að allir, sem sáu hana, hlutu að veröa frá sér numdir af henni, — hvort sem þeir vildu eða ekki, — og var þá varla að undra, þótt konungssynir og riddarar vildu gjarna vinna hana og hálft ríkið með og að þeir kæmu ríðandi frá ýmsum löndum skrautbúnir og tígulegir, og á slíkum gæðingum, að þeir þutu sem vindur eftir veginum. Og hver um sig hélt að hann og enginn annar myndi vinna hina fögru mey. Þann dag, sem konungurinn hafði tiltekið, var mergð af konungssonum og riddurum allt umhverfis glerfjalliö, og þangað þaut líka allur almenningur, til þess að sjá, hver myndi vinna konungsdóttur, og faðir Péturs og Páll bróðir hans fóru þangað líka. En þeir vildu ekki hafa hann með sér, af hverju sem það nú var. — ,,Jæja, ef mig langar, þá get ég farið einn," sagði Pétur. Þegar feðgarnir komu að glerfjallinu, þá voru konungssynirnir og riddararnir að gera atrennur, svo freyddi um járnmélin á hestunum þeirra, en það kom nu ekki að miklu haldi, því þegar hestarnir settu fram- fæturna á fjallsræturnar, þá runnu þeir og enginn þeirra komst neitt upp eftir. Það var heldur ekki að furða, Þvl fjallið var hálla en ís og nærri því eins bratt og veggur. - En allir vildu gjarna fá konungsdóttur og hálft ríkið og svo gerðu þeir hverja atrennuna af annarri, en runnu alltaf niður aftur. Að lokum voru hestarnir orðnir svo þreyttir og sveittir, að riddurunum fannst best að haetta. Konungurinn var farinn að halda, að hann yrði að aug- lýsa, að kappreiðarnar byrjuöu upp á nýtt daginn eftir, ef ske kynni að þá gengi betur, en þegar hann var að hugsa um þetta, kom riddari einn mikill þeysandi að, á svo stórum og fjörlegum gæðingi, að slíkt hafði ekki sést fytr- Hann var íkoparklæðum, sem glampaði á og skein. Hinir kölluðu til hans að hann gæti gjarna sparaö sér ómakið við að reyna að ríða upp eftir glerfjallinu, því það þýddi hvort sem var ekkert. En það var eins og hann vaen heyrnarlaus á því eyranu, sem að þeim sneri, hann reið beint að glerfjallinu og upp eftir því, eins og það væri ekki nokkur vandi og það þó nokkurn spöl, kannski allt að einum þriðja af leiðinni. En þegar þar var komið, sneri hann hestinum við og reið niður eftir. En svona fallegan riddara fannst konungsdóttur hun aldrei á ævi sinni hafa séð, og meðan hann var á leiðinni. var hún alltaf að hugsa: — Bara að hann kæmist nú upp. ó bara að hann gerði það. — Og þegar hún sá að hann sneri við, kastaði hún einu gulleplinu á eftir honum, °9 það valt niður í skóinn hans. En um leið og hann var kominn nióur af fjallinu, reið hann á burt og það svo har, að enginn vissi hvað af honum varð. Um kvöldið kom líka hann Páll, bróðir Péturs, heim til sín og fór að segja frá kappreiðunum um daginn o9 sagði að fyrst hefði ekki nokkur maður komist neitt up ^ eftir fjallinu, ,,en svo kom einn, sem var í herklaeðum ^ kopar og hafði hest með koparbeisli, og það glampaö^ hann, — og þetta var piltur, sem gat sitt af hverju a hann ÆSKAN — Tilkynnið vanskil og bústaðaskipti strax! 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.