Æskan

Årgang

Æskan - 24.12.1912, Side 6

Æskan - 24.12.1912, Side 6
IV JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 1912 kendi okkur að biðja Guð; hún kendi okkur líka mörg falleg vers og kvæði. Við sátum oft í hóp í kringum hana, þegar hún var að sauma, og þá sagði hún okkur fallegar sögur. Þó það væri fátæklegt inni í litlu stofunni okkar, þá var hún sannkallað friðar- heimkynni. Mamma hafði alt af mest að gera fyrir jólin, því þá þurftu svo margir að fá ný föt. Og hún sá oft og einatt ekki fram úr öllum þeim saumum, sem þá bárust að henni. Ég var nú kominn á tiunda árið og farinn ögn að hjálpa mömmu til, þvi ég var elztur. Ég hitaði ketilinn fyrir hana og bjó til kaffið, smurði brauð handa systkinum mínum og gaf þeim að borða; svo þvoði ég þeim á kvöldin og svæfði þau, til þess að mamma þyrfti ekki að tefjast við það. Stundum settist ég svo hjá mömmu og hjálpaði henni til að taka þræðingar úr saum- um hennar, þegar ég var búinn að læra lexíurnar mínar fyrir næsta dag. Við áttum heima í kaupstað og ég gekk í barnaskólann. Þar var fjöldi af börnum; sum þeirra voru rík og sum fátæk, mörg föðurlaus eins og ég. En ég hugsaði þá oft um það, og ég held það enn í dag, að ekkert barnið í skól- anum hafi átt eins góða móður og ég, en það hugsa líklega flest börn, sem elska mæður sínar. Þegar leið að jólunum, ræddu skóla- börnin oft um jólagjafir sínar og sitt- hvað er jólunum kom við. »Hvað heldurðu að þú fáir í jóla- gjöf?« spurði Bjarni sýslumannsins mig einhverju sinni skömmu fyrir jólin. »Ég er ekkert að hugsa um jólagjafir«, svaraði ég. Mér þótti spurningin ó- þörf, því Bjarni vissi það fullvel, að móðir mín var fátæk ekkja, sem haíði ekki ráð til þess að kaupa jólagjafir. »Eitthvað færðu í jólagjöfcr, sagði Bjarni. »Alt af fæ ég jólagjöf, bæði hjá pabba og mömmu. í fyrra fékk ég hvílt skip með seglum og flöggum, og ég fékk hest og marga hermenn úr tini, byssur og margt lleira«. »Skelfing áttirðu gott«, gall Þórður litli sessunautur minn við. »Ekki fæ ég svona mikið. Eg fékk bara ný stíg- vél og húfu, og svo »gott« i poka«. »Það var lítið«, sagði Bjarni hlæjandi. »Minna fá þeir sem ekkert fá«, svar- aði Þórður drjúgur. »Hann Nonni þarna, ekkert fékk hann, ekki einu sinni títuprjón, hvað þá meira. Var það, Nonni?« Drengirnir fóru að hlægja og litu á mig. »Er þetta satt, Nonni?« spurði Bjarni. »Tímir hún mamma þin ekki að gefa þér neitt í.jólagjöf?« Það kom eitthvað óþægilegt í háls- inn á mér, og ég svaraði engu orði. Það var satt, að ég haíði enga gjöf fengið á jólunum í fyrra. Mamma hafði verið svo ósköp lasin fyrir jólin, og orðið að neita talsverðri vinnu; við fórum því margs á mis þau jól. Hún fékk dálítið lán í einni búðinni, til þess að kaupa helztu nauðsynjarnar handa okkur. En við vorum þó öll glöð og ánægð þau jól eins og endrarnær. — Mamma bað Guð að blessa okkur bit-

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.