Æskan

Volume

Æskan - 24.12.1912, Page 11

Æskan - 24.12.1912, Page 11
1912 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR IX ©g J$©nsLuJ$©nan Saga eflir »If.« Mgndirnar eflir Lonis Moe. hansa AÐ .var einu sinni kenslu- kona, sem hélt skóla. Heldur var hún undar- leg, því henni þótti ekki að eins vænt um iðnu og þægu börnin, heldur var henni líka vel við þau óþægari og þau sem ekki voru svo sérlega iðin. Annars hefði henni aldrei getað þótt vænt um hann Tuma, en það þólti henni nú samt. ÞegarTumi varð 6 ára, ákváðu for- eldrar hans að setja hann i skóla, því hann var farinn að verða nokkuð mik- ill fyrir sér heima. Barnfóstran fylgdi honum fyrsta dag- inn að skóladyrun- um; inn fyrir vildi hann ekki láta fylgja sér, því að hann vissi vel, að hinir drengirnir koniu barnfóstrulausir, og mundu þeir þá hlæja að honum. Fyrir utan skóladyrnar fanst Tuma mikið til sin, þóltist bæði stór og knár, en er inn var komið, fanst honum hann verða svo undarlega lítill, að hann hefði helzt kosið að snúa sér til veggjar úti í einhverju horninu, til þess að komast hjá forvitnis-augunum, sem úr öllum áttum störðu á hann. Þegar hann kom inn i bekkinn, var hann látinn setjast hjá tveimur drengjum, sem voru nokkru eldri en hann, og tveimur litlum stúlkum. Önnur þeirra, Gústa dóltir lyfsalans, var eins og hann komin í fyrsta skifti í skólann þann dag. Kenslukonan skrifaði upp fyrir þau tölur á spjöldin þeirra og Tumi sagði í hálfum hljóðum, að hann gæti skrifað tölur upp að tíu. »Það er hreint ágætt«, sagði kenslu- konan; »enþað er æfingin sem gefur leiknina. Nú skulum við sjá.hvertykkar 5 getur skrifað fallegasta tölu- stafi«. Tumi tók nú með ákefð til starfa. Hann hallaði undir flatt og rak tungubrodd- inn út í annað munnvikið, eins og liann var vanur, er hann herti sig. Hann hafði nú fljótt lokið^sinu af og langaði til að hjálpa Gústu litlu, sem alt al' skrifaði þrjá öfugt, en hann þorði það ekki fyrir hinum drengjunum. ££ 8&%,§ Svo kom kenslukonan og leit á hjá þeim. Hún hrósaði tölustöfunum hans Tuma, en sagði að þeir gætu nú reynd- ar staðið betur, þvi það væri líkast því,

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.