Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1920, Page 20

Skírnir - 01.12.1920, Page 20
242 Jón Jónsson Aðils. [Skirnir öðrum, hve mjög honum var sýnt um að bregða upp heildarmynd fyrir lesöndum, gera yfirlit um beil tímabil, en drukkna ekki í aukaatriðum, sem ýmsum hættir við. Það er efalaust, að bók þessi hafði á sínum tíma geysi- mikil áhrif. Þá voru umbrot mikil hér á landi í stjórn- málum, og þókti þetta rit stoð mikil og styrkur hinum yngri mönnum, er þá höfðu hafið flokk til baráttu fyrir hærri kröfum í sjálfstæðismálum Islendinga en áður hafði verið haldið uppi og kölluðust Landvarnarmenn. Er það enn víst, að þessari stefnu óx mjög gengi við rit þetta og fyrirlestra Jóns um þetta efni. En þótt rit þetta gefi gott yfirlit um sögu landsins, þá eru þó ýmsir galJar á því, einkum á þeim sviðum eða tímabilum, þar sem engin rannsókn hafði farið fram áður og höfundurinn hafði ekki getað haft tíma til rannsókna á frumheimildum frá stofni; ber hér einkum til að nefna kaflann um 16. öldina, t. d. dóm hans um Gizur byskup Einarsson o. fl. Ymsir smá- gallar eru og hér í því, er höfundurinn segir um stjórnar- skipun landsins í fornöld o. fl. Yfirleitt er rit þetta sam- ið eftir öðrum ritum, útlendum og innlendum, og ligg.ia ekki vísindalegar rannsóknir að baki. Má og yfirleitt segja, að rökstuðning dóma höfundarins sé hér í veiga- minna lagi. Nokkuð sama máli gegnir um næsta rit Jóns, Gull- öld íslendinga, sem út kom 1906. Er þetta rit einnig alþýðufyrirlestrar og að mestu tínt saman úr rit- um annarra höfunda. Viðfangsefnið er menning og lífS' hættir forfeðra vorra á söguöldinni. Það mun mega telja, að yfirleitt sé rit þetta mjög við alþýðuhæfi, skýrt og skemmtdega ritað og þó til nokkurrar hlítar lýst þeim efnum, er höfundurinn tekur til meðferðar, þ. e. þjóð- félagslíf (landstjórn, héraðs- og sveitarstjórn og löggjöf), andlegt líf (trúarbrögð, bókmenntir og hjátrú), atvinnu- og viðskiptalíf, ytri lífskjör þjóðarinnar (húsakynni, klæða- og vopnabúnaður o. s. frv.) og heimilislíf. En óvíða treður Jón hér nýjar brautir, og eru þó söguvillur sumstaðar hér, t. d. um goðana o. fl.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.