Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 25

Skírnir - 01.12.1920, Blaðsíða 25
Skímir] Jón Jónsson Aðils. 247 Jón kvæntist árið 1904 Ingileifu Snæbjarnardóttur, kaupmanns á Akranesi, Porvaldssonar, prests í Saurbæ, Böðvarssonar, og lifir hún mann sinn ásamt 4 börnum þeirra. Jón sagnfræðingur var maður hámenntaður og víðles- inn. Hann var maður sanngjarn og réttsýnn, dómgreindin mikil, sjálfstæður í skoðunum. Komu þessir kostir honum að góðu haldi við sagnaritun hans og þróuðust við það starf. Ekki myndi hann beint geta talizt það, sem kallað «r lærður maður, enda hampaði hann litt lærdómi sinum; honum var ólíkt farið þeim mönnum, er hafa þá þekking eina til að bera, er þeim liggur á tungu. Hann var ekki heldur tiltakanlega fróður maður, því er það, að oftlega koma fyrir hjá honum meinlegar villur í smáatriðum. En haun kunni því betur að nota fróðleik sinn. Hann hefir þá yfirburði yfir síðari tíma íslenzka sögumenn, að hann kunni þá list að vinza úr. Þeim hættir mörgum eða flestum við því að kafna í smáatriðum, en honum var manna sýnst um að draga upp skýra mynd af heil- um tímabilum og færa fram öll þau einkenni, sem við áttu. Kom þetta jafnt fram i hinum sjálfstæðu ritum hans sem í hinum alþýðlegri. Hann er jöfnum höndum vísindamaður og fræðari. Jón var maður vel ritfær, og er kallað, að rit hans séu mjög við alþýðuhæfi að orð- íseri, ljós í rithætti, fjörugur og skemmtilegur. Þó mætti þykja svo sem fullmikið kenndi ræðukeims og því nokk- urrar margmælgi í ritum hans sumum. Líkingar hans eru oft smellnar, setningarnar hnitmiðaðar og dómar hans oftlega snilldarlega felldir. Ekki myndi þó verða talið, að Jón hafi skrifað alls kostar hreint mál, og ekki mátti hann kallast næmur á eðli íslenzkrar tungu, enda hafði hann ekki djúpa þekking í þeirri grein. Ekki lætur *gullöld íslendinga« vel í eyrum íslendings. Það kalla Eanir >Guldalder«, er vér myndum nefna það tímabil tiltekinnar þjóðar, er hún stendur i mestum blóma; blóma- öid eða þroskaöld væri nær. En hér til kann og nokkuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.