Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1920, Síða 29

Skírnir - 01.12.1920, Síða 29
■Skírnir] Kínverjinn. 251 og kinnbeinin sérlega há, neíið fremur fiatt, varirnar ákaf- lega þykkar, og hörundið ljósgult. Hann gekk á hæla- lausum ilskóm, var í ermavíðri úlpu, kiknaði mjög í knjá- liðum og dinglaði ákaflega öðrum handleggnum, þegar hann hljóp með körfur sínar, sem hann bar á langri stöng, or hann reiddi um öxl sér. Hann átti erfitt með að nefna *r« á eftir »p«, en setti »1« í staðinn. Hann sagði því »plesidentc fyrir »president«. — En þrátt fyrir öll þessi kínversku einkenni, sem á honum skinu, var hann samt 1 mínum augum næsta ólíkur Kínverjum þeim, sem eg sá og rak mig á daglega í Kínabænum í Penderstræti, þar sem alt morar af þessum austrænu mönnum. Sell Lung var af hinu betra kinverska bergi brotinn, °g bar af flestum löndum sínum i Vancouverborg, eins og gull af eiri. En hann átti ekki heima i Kínabænum. Hann bjó i snotru húsi, sem hann átti sjálfur, á Napierstræti í Grandview. Og var aldraður maður þai' hjá honum Þar hafði hann dálítið þvottahús. Hann sótti óhreinu fötin beim í hús viðskiftavina sinna, og hafði þá tvær stórar körfur meðferðis og bar þær á burðarstöng (sina á hvor- um enda). En þegar liann skilaði fötunum aftur hreinum '°g sléttum, og innheimti laun sin, þá kom hann æfinlega ukandi á litlum vagni, sem lítili, bleikur liestur gekk fyr- b’, ef til vill sá langfeitasti hestur, sem til var í Vancou- "ver-borg á þeira árum. í fyrsta sinni, sem eg borgaði honum fyrir lín-krag- aua mína, 5þá þakkaði hann mér fyrir með handabandi; °g þótti mér það mjög einkennilegt, því að eg bafði ekki því að venjast, að menn þökkuðu fyrir með handa- bandi. þó þeim væri borgað það, sem þeim bar með réttu. »Þú ert þá svona«, sagði hann á fremur góðri ensku, iÞegar hann hafði tekið í hönd mína. »Hvernig þá?« sagði eg. »Hjartað er veikt og lundin ör'c. »Af hverju heldur þú það?« sagði eg. »Eg finn það á handtakinu. Það lýgur aldrei i mann

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.