Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1920, Side 24

Skírnir - 01.12.1920, Side 24
246 Jón Jónsson Aðils. [Skírnir er, og var Jón um hauatið skipaður dózent við háskólann i íslenzkri sagnfræði. Þar starfaði Jón síðan til dauðadags. Og er þar með komið að þriðja höfuðþættinum í líf- starfi Jóns, háskólafræðslu hans. Þeim, sem þetta ritar, er ekki vel kunnugt um starf- semi hans þar. En sá orðrómur lei.kur á, að mjög hafi menn þyrpzt að ræðustóli hans og þókt gott á hann að hlýða. Samkvæmt árbókum háskólans hefir Jón farið rneð fyrirlestrum yfir sögu íslands frá upphafi til vorra daga, fiutt fyrirlestra umsögu- og fornfræða- iðkanir íslendinga eftir siðskiptin, farið yfir verzlunarsögu íslands frá 1262 til 1787, flutt fyrirlestra um sögu íslenzku kirkjunnar fram að siðskiptunum, auk þess sem hann á fyrsta kennsluári sínu iýsti í fyrirlestrum f r u m a 1 d a- lífi Norðurlandabúa, víkingaferðum, upp- hafi siðmenningar á Norðurlöndum og sögu Haralds hárfagra. Laun Jóns voru í dó- zentsstöðu 2800 kr., og voru þau auðvitað allt of lág handa manni, sem hvorki vildi né gat vegna starfsemi sinnar og samvizkusemi aflað sér annarra tekna en þeirra, sem ritstörf hans gáfu af sér, en af þeim tekjum verða fáir feitir hér á landi Nokkur styrkur var honum að því, að alþingi veitti honum tvívegis fé til utanfarar í rann- sóknaskyni, árið 1914 1400 kr. og árið 1918 5000 kr. Myndi það sjálfsagt hafa mælzt vel fyrir, að Jón hefði verið skipaður prófessor fyrr eða staða hans í öndverðu verið prófessorsembætti með prófessorslaunum. En svo varð ekki, fyrr en á þingi 1919, og var þá embætti hans gert að fullkomnu prófessorsembætti og honum ætluð prófes- sorslaun og launabót, eins og hann hefði verið prófessor alla tíð, frá því að hann varð dózent. En þetta kom að litlu haldi. Jón var kjörinn rektor háskólans þann 17. júní þ. á., fyrir næsta háskólaár. í júlímánuði brá hann til utanfarar til þess að sækja norrænan sagnfræðinga- fund, er halda skyldi í Kristianíu. En honum var ekki afturkomu auðið úr þeirri för. Varð hann bráðkvaddur í Kaupmannahöfn 5. júlí þ. [á.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.