Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1920, Side 25

Skírnir - 01.12.1920, Side 25
Skímir] Jón Jónsson Aðils. 247 Jón kvæntist árið 1904 Ingileifu Snæbjarnardóttur, kaupmanns á Akranesi, Porvaldssonar, prests í Saurbæ, Böðvarssonar, og lifir hún mann sinn ásamt 4 börnum þeirra. Jón sagnfræðingur var maður hámenntaður og víðles- inn. Hann var maður sanngjarn og réttsýnn, dómgreindin mikil, sjálfstæður í skoðunum. Komu þessir kostir honum að góðu haldi við sagnaritun hans og þróuðust við það starf. Ekki myndi hann beint geta talizt það, sem kallað «r lærður maður, enda hampaði hann litt lærdómi sinum; honum var ólíkt farið þeim mönnum, er hafa þá þekking eina til að bera, er þeim liggur á tungu. Hann var ekki heldur tiltakanlega fróður maður, því er það, að oftlega koma fyrir hjá honum meinlegar villur í smáatriðum. En haun kunni því betur að nota fróðleik sinn. Hann hefir þá yfirburði yfir síðari tíma íslenzka sögumenn, að hann kunni þá list að vinza úr. Þeim hættir mörgum eða flestum við því að kafna í smáatriðum, en honum var manna sýnst um að draga upp skýra mynd af heil- um tímabilum og færa fram öll þau einkenni, sem við áttu. Kom þetta jafnt fram i hinum sjálfstæðu ritum hans sem í hinum alþýðlegri. Hann er jöfnum höndum vísindamaður og fræðari. Jón var maður vel ritfær, og er kallað, að rit hans séu mjög við alþýðuhæfi að orð- íseri, ljós í rithætti, fjörugur og skemmtilegur. Þó mætti þykja svo sem fullmikið kenndi ræðukeims og því nokk- urrar margmælgi í ritum hans sumum. Líkingar hans eru oft smellnar, setningarnar hnitmiðaðar og dómar hans oftlega snilldarlega felldir. Ekki myndi þó verða talið, að Jón hafi skrifað alls kostar hreint mál, og ekki mátti hann kallast næmur á eðli íslenzkrar tungu, enda hafði hann ekki djúpa þekking í þeirri grein. Ekki lætur *gullöld íslendinga« vel í eyrum íslendings. Það kalla Eanir >Guldalder«, er vér myndum nefna það tímabil tiltekinnar þjóðar, er hún stendur i mestum blóma; blóma- öid eða þroskaöld væri nær. En hér til kann og nokkuð

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.