Kirkjuritið - 01.01.1938, Síða 9

Kirkjuritið - 01.01.1938, Síða 9
Kirk.juritið. ÁRAMÓTAHUGLEIÐING. Vér höfum lifað það að sjá árið 1937 liða i djúp ald- anna. Og hvað sjáum vér nú, er vér lítum um öxl yfir liðið ár? Vér drögum ekki upp mynd af heildarsvip umhverfis- ins, eins og þegar söguritarinn lítur yfir heimsviðhurð- ina. Nei, hver og einn liorfir á sitt eigið líf og skoðar viðburðina, sem við þá sjálfa eru tengdir. En hver krisl- inn maður skoðar hið liðna í alveg sérstöku ljósi og með alveg sérstaka spurningu í huga, sem er þessi: Hef ég orðið til góðs og að gagni — stend ég nær minni eilífðar- ákvörðun eftir þetta liðna ár? I slíkum spegli hirtasl oss minningar hins liðna. — Sjáum vér þar stóra sigra, sem vér höfum unnið? Eg spyr ekki um þá sigra, sem eigingirni og sjálfselska vor vill telja sigra, því aði það er blekking og engir sigrar, en ósigrar. En ég spyr, hvorl vér höfum unnið þá sigra, sem megna að umskapa vort andlega líf, svo að vér höfum aukist að meiri þroska, vizku og víðsýni. Og ég spyr: Höfum við gegnt leiðsögu Jesú og beðið hann að vísa oss veginn — höfum vér fvlgt honum ? Vér horfum til haka. Vér finnum sárt til þess, að sigr- arnir eru livorki margir né miklir, eins og vér höfðum kannske búist við að þeir yrðu. Og vér óttumst, að heildarútkoman muni ekki verða hagstæð. Ég sé þó hjá oss ýmsa smásigra. Þeir lýsa til vor, eins og ljóshlik, frá horfinni tíð. Vér fyrirgáfum af hjarta einhverja mótgerð. Vér komum fram við einhvern smæl- ingjann eða einstaklinginn með því kærleikshugarfari, sem Kristur vill innræta oss. Vér neituðum oss um ein-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.