Kirkjuritið - 01.01.1938, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.01.1938, Blaðsíða 12
6 Þorsteinn L. Jónsson: Janúar. gera það ríkt af sönnum unaði og friði. Og það er kær- leikurinn, sem er fær um að hjálpa oss smáum til að vinna þau stórvirki, sem gildi liafa á himnum. Samt sem áður lieimtar kærleikurinn ekki af þjónum sínum, að þeir hafi forystu á hendi. Þeir þurfa hvorki að hafa gull né silfur til að kaupa sér áliangendur. Þeir þurfa engin veraldleg' metorð til að krefjast athyglis og hlýðni. Þeir þurfa ekki að hefja strið til að stofna veraldlegt ríki og eyða þeim, nei, þeirra sigrar liggja oftast nær i hinu smáa. — En hvað dvelur þá þjóna kærleikans? Er það ekki það, að margir finna of mjög til smæðar sinnar og telja sig of litla til þess að geta nokkurn sigur unnið? Hvílíkur misskilningur er ekki slíkt? Finnum vér það ekki sjálf, er vér minnumst þess smáa, sem er það eina, er vér getum hrósað oss af, þegar vér lítum yfir liðið ár ? Mér dettur í hug saga. Hún er af myndhöggvara. Hann er að leggja síðasta smiðshöggið á mynd sina. Maður, sem lijá honum stendur, undrast, að hann skuli eyða mörgum dögum í eintóma smámuni við þessa mynd, sem hann álítur, að sé fyrir löngu fullgerð. Þá segir listamaðurinn: Þetta getur satt verið, en hugsaðu um það, að það eru smámunirnar, sem mynda fullkomleik- ann, en hið fullkomna er engir smámunir. Þarna birtist oss alvara og ábyrgð lífs vors, þó að vér séum smáir og af fáum þektir, því að af „smámununum" fær listaverkið gildi sitt. Af smámununum kynnumst vér bezt hverir öðrum. Af smámununum er oft gildi vort metið. Með smámununum dæmum vér oss sjálf. Fyrir smámunina eflum vér þroska vorn að öllu því, sem vér inst inni finnum, að hefir gildi. Og ef vér aldrei van- rækjum smámunina, getum við gert líf vort að eilífu listaverki, því að með þeim getum vér ummyndað heim- ili vort, heilt þorp, heila sveit, alla sýsluna, — já, alla vora þjóð. Vanrækjum aldrei smámunina, og það verða hvergi myrkir blettir i minningum vorum næstu áramót. Gerum þetta að ásetningi vorum. Glevmum því ekki i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.