Kirkjuritið - 01.01.1938, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.01.1938, Blaðsíða 32
26 Hin heilaga ókyrð. Janúar. 150 km á hinn. Má nærri geta, hve örðug er þjónusta í slíku prestakalli, sérstaklega á vetrum. Mest nutum við að hjálpar þeirra prófastsins á Hofi og Desja- mýrarprests. Var sérstaklega ánægjulegt að dvelja i prestaköll- um þeirra. Var á öllu sjáanlegt, að kirkjulíf er þar ágætt, og þeir sjálfir, og konur þeirra, áhugasamir forvigismenn um kristni- líf og menningarmál öll. Er Desjamýrarprestakall erfitt mjög. Á aðra hliðina Njarðvíkursókn, og yfir hinar illræmdu Njarðvíkur- skriður að fara, sem oft er mannliætta á vetrum, og hinumegin að sækja til Húsvíkur, sem er slæman fjallveg yfir að fara. Þó sagði sóknarpresturinn mér, að á þeim 25 árum, sem hann væri búinn að þjóna kallinu, hefði hann aðeins tvisvar snúið frá Skriðunum. Þá hafa þær áreiðanlega verið ófærar öðrum en fuglinum fljúgandi. Þar er krossinn helgi, sem mun vera siðan um 1300, og altaf endurnýjaður, þó að skriður taki hann. Mun hann vera ein af örfáum leifum úr kaþólskum sið hér á landi. Það fann ég, að gott er að hafa hann þarna, því fáir ferðamenn munu fara um skriðurnar í fyrsta sinn, jafnvel þó að sumri sé, að ekki finni þeir til helgiblandinnar öryggi, þegar þeir sjá krossinn eins og tákn hjálparinnar, mitt á þessu hengiflugi, sem svo mörgum hefir orðið að bana. Svo vil ég enda þessar línur með því að færa Norð-Mýlingum öllum kveðjur okkar félaga og þakkir fyrir ástúðlegar viðtökur. um leið og ég bið blessunar Guðs yfir safnaðarlif þeirra og sveitir allar og hvert einstakt heimili. Friðrik J. Rafnar. HIN HEILAGA ÓKYRÐ. Þegar Leo Tolstoy var fimtíu ára gamall, fór einhver kvíði að gera vart við sig lijá honum stöku sinnum. Hann var líkamlega hraustur og andlega heill að sama skapi, en um þetta hugarástand sitt segir hann: „Mér fanst sem eitthvað, er alt mijt líf hlaut æfinlega að grundvallast á, liefði hilað innra í mér, og sem ég ætti ekkert það til, er ég gæti stutt mig við. Alt þetta ár, sem ég liélt áfram kvíðafullur að spyrja sjálfan mig, hvernig ég ætti að hinda enda á þessi óþægindi, var það einhver önnur tilfinning, sem stöðugt nísti lijarta mitt. — Ég get ekki kallað það annað en þorsta eftir Guði“. Pétur Sigurðsson, þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.