Kirkjuritið - 01.01.1938, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.01.1938, Blaðsíða 46
40 Innlendar fréttir. .lanúar. Að hér er farið fram á, að sóknarnefnd „kalli“ prestana til starfsins, i stað þess að söfnuðurinn kjósi þá, stafar af því, livernig hér er ástatt. Þessir prestar munu vafalaust starfa á ákveðnum svæðum í söfnuðinum aðallega, svæðum, sem á hinn bóginn eru ekki þannig afmörkuð, að unt sé að koma þar á kosn- ingum. Enda er hér um aðstoðarpresta að ræða, en þeir eru jafn- an ráðnir, en ekki kosnir, og virðist eðlilegast, að sóknarnefnd og biskup geri um þetta tillögu til ráðherra“. Mentamálanefnd efri deildar, sem hafði málið til meðferðar. skilaði þessu áliti: „Nefndin hefir athugað frumvarpið og kvatt til fundar við sig sóknarnefnd dómkirlcjusafnaðarins til skrafs og ráðagerðar, auk jiess leitað álits ráðuneytisins og aflað sér ýmsra gagna i málinu. Að athuguðu máli lítur nefndin í heild svo á, að frumvarpið beri fram harla nauðsynleg mál, en þar eð áliðið er nú þings og litlar likur til, að frumvarpið nái afgreiðslu í báðum þingdeild- uin, en málið hinsvegar aðkallandi, þá hefir nefndin talið heppi- legra að afgreiða málið með svofelldu erindi, sem hún hefir i dag sent fjárveitinganefnd Alþingis: Mentamálaráð efri deildar Alþingis hefir samþykt í einu hljóði að óska eftir, að fjárveitinganefnd flytji við 22. gr. fjár- lagafrv. eftirfarandi tillögu, sem gerð er i samráði við kirkju- málaráðherra: Kirkjumálaráðherra er heimilt, í samráði við biskup og sókn- arnefnd dómkirkjusafnaðarins að kalla tvo aðstoðarpresta til starfs í dómkirkjusöfnuðinum, og láta greiða þeim úr prestlauna- sjóði söniu laun og sóknarprestum“. Sú' tillaga var svo samþykt. Innan skamms mun þvi mega vænta tveggja aðstoðarpresta i Reykjavík. Þurfa þeir að sjálfsögðu m. a. að halda uppi reglu- bundnum guðsþjónustum i úthverfum bæjarins og stuðla þanhig að sóknaskiftingu og byggingu nýrra kirkna. Einhverjar horfur voru á því um skeið, að orðið myndi við lilmælum stjórnar Prestafélagsins um launabætur handa yngstu prestunum, þannig að allir prestar fengju þegar í upphafi greidd hæstu prestslaun, 3000 kr. Enda var sýnt fram á það, að sú út- gjaldahækkun næmi aðeins 21000 kr. alls fyrir ríkissjóð og að jiörf prestanna, lægst launuðu embættismannanna, væri mjög brýn. En þegar á reyridi, varð ekki úr framkvæmdum. Þó má aétl'a, að ýmsir þingmenn muni leggja málinu lið á næsta þingi. Styrkur til bókasafna prestakalla verður 1000 kr. á þessu ári. En framlög i prestakallasjóð falla niður. Verður það að teljast mjög illa farið. Á. fí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.