Kirkjuritið - 01.01.1938, Side 46

Kirkjuritið - 01.01.1938, Side 46
40 Innlendar fréttir. .lanúar. Að hér er farið fram á, að sóknarnefnd „kalli“ prestana til starfsins, i stað þess að söfnuðurinn kjósi þá, stafar af því, livernig hér er ástatt. Þessir prestar munu vafalaust starfa á ákveðnum svæðum í söfnuðinum aðallega, svæðum, sem á hinn bóginn eru ekki þannig afmörkuð, að unt sé að koma þar á kosn- ingum. Enda er hér um aðstoðarpresta að ræða, en þeir eru jafn- an ráðnir, en ekki kosnir, og virðist eðlilegast, að sóknarnefnd og biskup geri um þetta tillögu til ráðherra“. Mentamálanefnd efri deildar, sem hafði málið til meðferðar. skilaði þessu áliti: „Nefndin hefir athugað frumvarpið og kvatt til fundar við sig sóknarnefnd dómkirlcjusafnaðarins til skrafs og ráðagerðar, auk jiess leitað álits ráðuneytisins og aflað sér ýmsra gagna i málinu. Að athuguðu máli lítur nefndin í heild svo á, að frumvarpið beri fram harla nauðsynleg mál, en þar eð áliðið er nú þings og litlar likur til, að frumvarpið nái afgreiðslu í báðum þingdeild- uin, en málið hinsvegar aðkallandi, þá hefir nefndin talið heppi- legra að afgreiða málið með svofelldu erindi, sem hún hefir i dag sent fjárveitinganefnd Alþingis: Mentamálaráð efri deildar Alþingis hefir samþykt í einu hljóði að óska eftir, að fjárveitinganefnd flytji við 22. gr. fjár- lagafrv. eftirfarandi tillögu, sem gerð er i samráði við kirkju- málaráðherra: Kirkjumálaráðherra er heimilt, í samráði við biskup og sókn- arnefnd dómkirkjusafnaðarins að kalla tvo aðstoðarpresta til starfs í dómkirkjusöfnuðinum, og láta greiða þeim úr prestlauna- sjóði söniu laun og sóknarprestum“. Sú' tillaga var svo samþykt. Innan skamms mun þvi mega vænta tveggja aðstoðarpresta i Reykjavík. Þurfa þeir að sjálfsögðu m. a. að halda uppi reglu- bundnum guðsþjónustum i úthverfum bæjarins og stuðla þanhig að sóknaskiftingu og byggingu nýrra kirkna. Einhverjar horfur voru á því um skeið, að orðið myndi við lilmælum stjórnar Prestafélagsins um launabætur handa yngstu prestunum, þannig að allir prestar fengju þegar í upphafi greidd hæstu prestslaun, 3000 kr. Enda var sýnt fram á það, að sú út- gjaldahækkun næmi aðeins 21000 kr. alls fyrir ríkissjóð og að jiörf prestanna, lægst launuðu embættismannanna, væri mjög brýn. En þegar á reyridi, varð ekki úr framkvæmdum. Þó má aétl'a, að ýmsir þingmenn muni leggja málinu lið á næsta þingi. Styrkur til bókasafna prestakalla verður 1000 kr. á þessu ári. En framlög i prestakallasjóð falla niður. Verður það að teljast mjög illa farið. Á. fí.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.