Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1938, Qupperneq 14

Kirkjuritið - 01.01.1938, Qupperneq 14
Janúar. ÞÚ. Þú ert það haf, seni allir straumar sjá og eilift rís og fellur, stilt og hljótt. Þú ert það djúp, sem enginn kanna má, — hin alfaðmandi, helga geimsins nótt. Þú ert hins háa sóldags bjarta hrá, sem bliki’ og' ljóma slær á alla jörð. Þú ert það Ijós, sem allir heimar þrá með innilegri bæn og þakkargjörð. Þú býrð i öllum álfum hafs og' lands, og alt þitt um geimsins víðu slóð. Þú ert liin innri sól í sálu manns, í samvizkunni talar rödd þín hljóð. Þú ert vor faðir, en vér fátæk börn, sem eigum samt nóg til, ef höfum þig: Þú ert vor forsjón, auður, skjól og vörn á æfi vorrar breytilegum stig. Vér finnum þig' í feiknum þrumustorms, vér finnum þig, er ljómar himinn blár, og samt þú nemur ósk hins minsta orms, hvert andvarp harns, livert gamalmennis tár. Jafnt hinu smæsta’ og' stærsta stýrir þú, vor styrkur er þín návist eilífleg. Vér hiðjum þig með barnsins von og trú, vér biðjum þig um fvlgd á iífsins veg. -

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.