Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1938, Qupperneq 15

Kirkjuritið - 01.01.1938, Qupperneq 15
KirkjuritiS. Dick Sheppard. Þín vera’ er sólin, voldug, ægileg, í víddir geims sem kastar logum elds, — og sóJskinið, sem breiðist ljarns á veg um bjartar stundir í'agurs sumarkvelds. 9 Vér flýjum til þín, lífsins herra hár, sem huggað fær, ef grátið l)arn þitt er. Ó, þér sé lof og dýrð um eilíf ár, sem allan heiminn berð í fangi þér. Jakob Jóh. Smári. DICK SHEPPARD. Einn af merkustu mönnuin ensku kirkjunnar er nýíega látinn. Hann hét Dick Sheppard og var lengi prestur í Kantaraborg, en síðar við Sankti-Pálskirkjuna í Lundúnum. Sheppard var orðlagður mælskumaður og sá enskra presta, er fyrstur tók útvarpið i j)jónustu kirkjunnar. En svo mikill mælskumaður sem hann var því meiri mannkærleiksmaður var hann, eins og m. a. sést á því, að hann kom því til leiðar að. kjaltarar Sankti-Pálskirkjunnar voru opnaðir heimilislausum mönnum, þar sem þeir mættu svefns og hvíldar njóta. Starfsbróðir Sheppards við Pálskirkjuna kemst þannig að orði um hann í minningargrein einni: „Það átti betur heima um hann en nokkurn annan mann, sem ég hefi kynst þetta: Að þekkja hann var sama og elska hann .... í okkar samtíð get ég ekki hugsað mér nokkurn mann, sem eins minti á heilagan Frans frá Assisi. Skilyrði fyrir blessunarríkii kirkjulegu starfi taldi Sheppard vera daglega altarisgöngu og innilegt bænaiíf. Hann ritaði all- mikið. Merkust bóka hans er „The Human Parson“. Vel má vera, að komandi kynslóðir telji hann helgan mann. S. G.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.