Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1938, Qupperneq 17

Kirkjuritið - 01.01.1938, Qupperneq 17
Kirkjuritið. Danska kirkjan nú á dögum. 11 Mér skilst, að þetta sé hverju orði sannara. Viðburðir þeir, sem gjörst liafa á síðustu árum í evangelisku kirkj- unni á Þýzkalandi, hafa sýnt oss það, að evangeliskar kirkjur allra landa verða að sameinast. Útkjálkaeinangr- unin má ekki þolast lengur, heldur verðum vér að læra á ný, hvað í því felst, að kirkjan er almenn — ofar ein- stökum þjóðum. Þetta verðum vér að læra, ekki aðeins sem grein i trúfræðinni, heldur í raun og veru, svo að oss taki jafnsárt til neyðar og baráttu annara evangel- iskra kirkjufélaga eins og vors eigins, og gjöríim það, sem í voru valdi stendur, til þess að bera byrðarnar með þeim. Að þesskonar samstarfi vildi ég láta Dansk-Islansk Kirkesag vinna, þótt í veikleika verði, og að því á hvert mót manna frá fleiri en einni þjóðkirkju að stuðla, svo að útkjálkastefnum og einangrunar verði eytt. Það sem ég hefi nú að segja á eitthvað ofurlítið að miða i þá átt. Þegar ég' nú ætla að revna af fremsta megni að gefa yður hugmynd um kjör og störf dönsku kirkjunnar nú á dögum, þá verðið þér að hafa það hugfast, að ég get ekki lýst dönsku kirkjunni aðeins eins og áhorfandi. Ég er ekki áhorfandi, lieldur sjálfur í stríðinu, og sjónarmið mitt hlýtur að fara eftir staðnum, sem ég stend á. Það sem ég hefi að segja mun ég setja fram í þremur þáttum. I fyrsta lagi mun ég leitast við að gefa yður hug- mynd um starfssvið dönsku kirkjunnar: Þ. e. a. s. dönsku þjóðina og stefnu hennar. Þvi næst mun ég reyna að lýsa baráttu dönsku kirkjunnar fyrir skilningi hennar á sjálfri sér, straumbrotum í innra lífi hennar. Loks mun ég í þriðja lagi freista að draga upp mynd af starfshátt- um dönsku kirkjunnar eins og þeir eru með kostum sín- um og göllum, og eins og vér þráum að þeir megi verða á komandi tímum. I. Danska þjóðin er starfsakur dönsku kirkjunnar. Svo framarlega sem kirkjan vill vera þjóðkirkja, þá verður

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.