Kirkjuritið - 01.01.1938, Side 21

Kirkjuritið - 01.01.1938, Side 21
Kirkjuritið. Danska kirkjan nú á dögum. 15 unum svo liagur kirkjunnar, að þeir yrðu eftir megni að samræma kenningu hennar hugmyndum nútímans, til þess að hún mætti halda völdum. En nú aftur á móti sjá menn það, að það er ekki hættulegast fyrir kirkjuna að bíða ósigur i nútímaheiminum, þvi að þann ósigur getur hún afborið og haldið lífi. Aðalhættan fyrir kirkjuna kemur að innan, hættan á því, að hún verði ótrú sjálfri sér. Það verður, ef hún bregzt skyldunni að flytja þann boðskap, er henni ber. Eitt höfum vér lært á ný af sið- bótarmönnum, það að kirkjan stendur og fellur með þeim boðskap, sem hún á að flytja. Það er hann, sem gjörir kirkjuna að kirkju. Kirkjan á að vera boðberi Guðs, sem á að flvtja heiminum boðskap hans, alveg trú drotni sínum, án þess að liirða um það, hvernig boð- skapnum verður tekið. Rödd hrópandans á aðeins að kunngjöra boðskapinn í þeirri mynd, sem hann hefir veitt honum viðtöku. Alt annað, sem kirkjan tekst á liendur, á að vera í þjónustu þessa eina, boðunar fagn- aðarerindisins um hið mikla hjálpræðisverk Guðs við komu Jesú Krists, líf lians dauða og upprisu. Þessi nýi skilningur kirkjunnar á hlutverki sjálfrar sín getur vafa- laust birzt oft í vægðarlausum og ranglátum dómum um kirkjulega afstöðu eldri kynslóðarinnar. Yngri kynslóð- inni virðist stundum sem hina eldri hafi brostið fullan skilning á boðunarhlutverkinu, þrátt fvrir einlæga við- leitni hennar á sviði félagsmála, menningar og siðgæðis. En hvað stoðaði það kirkjuna, þótt hún ynni allan lieim- inn, en biði tjón á sálu sinni? Sál kirkjunnar er boð- skapur hennar. Ef hún er honum trú, þá er hún ósigr- andi. Það sýnir dæmi þýzku játningakirkjunnar. Margir danskir prestar hafa öðlast nýtt hugrekki og eldmóð við traust þýzku kirkjunnar á því, að orð Guðs sigri ávalt, þegar það sé boðað af trúmensku, einnig mitt í ósigr- inum fyrir mannasjónum. Þannig virðist eflast og þrosk- ast í dönsku kirkjunni meðal yngri presta af öllum flokk- um nýr skilningur á hlutverki kirkjunnar, og hann mun

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.