Kirkjuritið - 01.01.1938, Page 23

Kirkjuritið - 01.01.1938, Page 23
Kirkjuritið. Danska kirkjan nú á dögum. 17 sóknum, þá eru þeir engu að síður mjög fáir, sem hafa með öllu snúið baki við kirkjunni og bera ekki neina virðingu fyrir henni. Þessa afstöðu verðum vér sveita- prestarnir að skilja og liaga störfum vorum eftir því. Sóknarkirkjan og sunnudagaguðsþjónustan verða að vera þungamiðjan í öllu starfi voru. Og vér verðum að láta safnaðafólk vort skilja, að sunnudagsguðsþjónustan i sóknarkirkjunni sé einnig æðst í augum vor sjálfra. En vér getum ekki látið oss nægja að prédika í kirkjunni á sunnudögum. Vér verðum að búsvitja iðulega, vér komumst vel yfir það, prestaköll vor eru ekki stærri en það. Húsvitjanirnar eru eitt af allra mikilvægustu störf- um prestanna í þorpunum og sveitunum. Ennfremur verðum vér að leitast við að bafa safnaðarsamkomur á öðrum tímum eii á sunnudögunum, við guðsþjónusturn- ar. Mestu varðar eflaust starfið meðal æskulýðsins. Fyr á tímum var það svo, að vinnufólkið á sveitabæjunum meginið af því oft ungt fólk — lieyrði eins og fjöl- skyldunni til og átti að öllu leyti lieimili og atbvarf á bænum. Nú er víða orðin á þessu mikil breyting. Unga vinnufólkinu í sveitaþorpunum virðist afstaða þess til búsbændanna vera aðeins afstaða verkafólks til vinnu- veitanda. Sambandið í milli búsbónda og vinnumanns, búsmóður og vinnustúlku er að verða ópersónulegt. Góða gamla heimilislífið er að hverfa á mörgu dönsku bændabýlinu; og nú er það orðið sjaldgæft að liitta fyrir búgarða, þar sem vinnufólkið á heimili bjá liús- bændunum. Af því leiðir, að vinnufólkið á í rauninni ekkert atbvarf í frístundum sínum. Það getur ekki setið j)á í kaldri herbergiskytru. Þessvegna verður því að leita út á götuna til jafnaldra sinna eða til dansleikanna í sam- komuhúsunum. Af þessu öllu stafar mikil liætta. Ég ætla að leyfa mér í því sambandi að vitna til orða viturs dansks alþýðuskólastjóra: „Það er enginn vafi á því“, segir bann, „að drykkjuskapur og áflog eiga sér stað á dans- leikunum i samkomuhúsunum, og að minsta kosti í 2

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.