Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1938, Qupperneq 25

Kirkjuritið - 01.01.1938, Qupperneq 25
Kirkjuritift. Danska kirkjan nú á dögum. 19 þá verður presturinn að annast þær. Því að í sveitunum hagar svo til, að unga fólkið kemur sjaldan til venju- legu sunnudagaguðsþjónustnanna. Vér teljum altaf þá ungu, sem koma í kirkju til vor. Aftur á móti er unga fólkið fúst á að koma, þegar því er boðið sérstaklega að koma til æskulýðsguðsþjónustu. Það tækifæri verður að gefast því. Þetta æskulýðsstarf er þó engan veginn ein- hlítl. Því að enda þótt presturinn sé atorkumikill og safni unga fólkinu til sín einu sinni i hálfum mánuði, þá hrekkur það ekki til, ef unga fólkið á hvergi athvarf a öðrum tímum. Þessvegna hafa sumir prestar leitast við að setja á stofn lesstofur í prestsseturshúsinu, eða smíða- herbergi, svo að unga fólkið, sem ekki á athvarf annars- staðai geti leitað þangað ljóss og hlýju og félaga. Þetla er að vísu enn á tilraunastigi. En eitthvað verður að gjöra. Þá eru það aðrir, sem vér verðum alveg sérstaklega gjöra eitthvað fyrir, og það er gamla fólkið. Það á ofl erfitt með að komast í kirkju á helgum, en þráir að heyra farið með Guðs orð. Ég safna því saman 2—3var a sumri til altarisgönguguðsþjónustu í kirkjunni. Allir, seni eiga bíl eða vagna, hjálpa því þá til að koma. Eftir •nessuna safnast það saman við kaffidrvkkju á prests- setrinu og skiftast á upplestur, söngur og ræðuhöld. Sam- komur þessar eru vei sóttar og fólki þykir vænt um þær. Svo er það miðaldra fólkið. Vér leitumst einnig við að ía það á samkomur, svo sem einu sinni í hálfum mán- uði á vetrum. Ég hygg, að fleiri og fleiri prestar séu að lata þessar samkomur verða að biblíulestrarsamkomum. Biblían er nú að komast svo úr móð, að það verður að leita fast á til þess að fá fólkið til þess að byrja að lesa hana. Biblíulestur sameiginlega er ef til vill of lítil bjálp iii þess, en þá lijálp verður þó að veita. Einnig getur verið vel fallið að taka annað efni til umræðu á þessum samkoinum, t. d. kirkjulegan fróðleik allskonar, skýring a sálmum o. s. frv. 2*

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.