Kirkjuritið - 01.01.1938, Síða 28

Kirkjuritið - 01.01.1938, Síða 28
22 Friðrik Rafnar: Janúar. ]oó er markmiðið hið sama á báðum stöðunum, að flytja þjóðinni fagnaðarerindið. Það eru eflaust margir ófull- komleikar á því starfi, það er mannlegt, mikils lil of mannlegt. En starfið á að inna af hendi vegna fagnaðar- erindisins, og í trúnni á það, að það sé fagnaðarerindið sjálft, en ekki starf vort, sem muni vinna sigur. (Lausleg þýðing eftir A. G. Nokkuð stytt). FERÐ UM NORÐUR-MÚLAPRÓFASTS- DÆMI SUMARIÐ 1937. Svo var upphatlega til ætlast, að úr ferð þessari yrði sumarið 1936, en úr því gat ekki orðið vegna veikindataraldurs, er gekk yfir Múlasýslur þá um sumarið. Töldu prestar prófastsdæmisins, að gagnslaust væri að koma austur til messugerða og fyrirlestra- halds, því i flestum sveitum var samkomubann þangað til í sept- embermánuði. Varð því að ráði að fresta förinni þangað til nú í sumar, og þá ákveðið, að við Valdemar Snævarr, skólastjóri á Norðfirði, færum um Norður-Múlaprófastsdæmi, en síra Helgi Konráðsson á Sauðárkróki og Pétur kennimaður Sigurðsson færu um Suður-Múlaprófastsdæmi. Fimtudaginn 15. júlí lögðum við síra Helgi af stað frá Akur- eyri bílleiðis, og var gert ráð fyrir að mæta Snævarr eystra, og þá helzt á Egilsstöðnm. Komum við að Egilsstöðum eftir greiða og góða ferð um nónbil föstudaginn 16. júlí, og höfðum þá tekið Valdemar Snævarr i Bót. Réðum við svo ráðum okkar á Egils- stöðum, unz síra Helgi hélt áfram til Reyðarfjarðar, og bjóst við að mæta Pétri þar einhversstaðar á Suðurfjörðunum, og er hann úr sögunni. Laugardaginn 17. júlí vorum við um kyrt á Egilsstöðum og undirbjuggum ferðalagið. Kom brátt í ljós, er ferðaáætlunin var athuguð og talað var við presta prófastsdæmisins, að undirbún- ingur var ekki sem beztur. Hafði ýmislegt skolast í meðförum i síma, svo sem það, að flestir prestar héldu, að alt annar maður

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.