Kirkjuritið - 01.01.1938, Síða 33

Kirkjuritið - 01.01.1938, Síða 33
Kirkjuritið. ÞJÓÐIN OG KIRKJAN. Lesendur Kirkjuritsins munu sennilega vænta þess, að í ritinu sé minst nokkuru nánar en gert hefir verið á „dósentsmálið“ svonefnda. f er það að vonum, því að málið er stórt í augum þeirra, sem unna kirkju og kristindómi hér á landi. En ritstjór- mn hefir farið sér hægt að skrifa um það hér í ritinu, veldur livorttveggja, hve mjög liann er sjálfur við málið riðinn og að hann ritar um það á öðrum vettvangi. Einn- •g hefir hann viljað leitast við að skoða málið frá öllum hliðum hlutdrægnislaust, en það kann að reynast erfitt, naeðan stríðshitinn er mestur. Þegar embætti Sigurðar prófessors Sí- vertsens losnaði sumarið 1936, þótti okk- ur kennurum guðfræðisdeildarinnar, sem eftir vorum, mikið i húfi, að vel yrði Afstaða guðfræðis- deildar. vandað valið á eftirmanni hans, og' myndi þó skarðið trauðla fylt fyrst í stað. Ræddum við oft um það, hvaða guðfræðingar myndu líklegastir í stöðuna, og komu ýmsir til greina. En það var okkur nokkurt áhyggjuefni, að kenslumálaráðherra myndi vilja láta stjórnmálaviðhorf ráða við þ essa embættisveitingu, eins og berlega kom fram hjá honum við lagadeild Háskólans. Þegar við svo áttum viðtal við hann um málið, staðfestist hjá okk- ur sá grunur, að hann ætlaðist til þess, að veiting emhætt- isins yrði pólitísk. Þótti okkur það allilt og ákváðum að gjöra alt, sem í okkar valdi stæði til þess, að við fengj- um að guðfræðisdeildinni hæfasta mann, er völ vrði á,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.