Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1938, Qupperneq 41

Kirkjuritið - 01.01.1938, Qupperneq 41
Kirkjuritið. Séra Ólafur Ólafsson. 35 franit þjónaði séra Ólafur fríkirkjusöfnuðinum i Hafn- arfirði frá 1913 til ársins 1930, og gegndi auk þess jtrests- starfi við geðveikrahælið á Kleppi til ársins 1933. I ölluin söfnuðum sínum, fyrst austanfjalls og síðan liér syðra, var séra Ó.lafur rómaður fyrir skörungsslcap °g áhrifamikla kenniniensku, og hafði djúp og varanleg áhrif á fjölda manna. Og vist er um það, að háðir frí- kirkjusöfnuðirnir liér syðra náðu frumvexti og urðu hfvænlegir og þróttmiklir fyrst og fremst fyrir lians á- gætu prestsþjónustu. En það er skylt að taka fram, að séra Ólafur veik i engu frá kenningum hinnar íslenzku þjóðkirkju. Haim taldi sig ætíð hennar son. En honum téll vel fríkirkjuskipulagið. Taldi það kirkjunni bezt að hafa frelsi og sjálfstjórn í öllum sínum málum. Og þar nuin koma, að svo mun flestum kirkjuvinum finnast, a® þar liafi liann liaft á réttu að standa. Nú þegar hafa frikirkjusöfnuðirnir í Reykjavík og Hafnarfirði orðið f.jölda áhugasamra þjóðkirkjumanna til hvatningar um það að hlvnna að kirkjuhúsum sínum sjálfir, fórna yfir- leitt meiru frá sjálfum sér til safnaðarþarfa, en treysta unnna á opinberan stvrk til þeirra mála. Auk prestsþjónustunnar hefir séra Ólafur lokið fjöida mörgum störfum öðrum i almennings þarfir. Meðan hann var sveitaprestur, gegndi hann flestum trúnaðar- störfum í sveitarfélagi sínu um lengri eða s'kemmri •mia. Hann liafði hrennandi áliuga á öllum opinberum niálum. Var hann þingmaður Rangæinga 1891, Austur- Skaftfeillinga 1901 og' Árnesinga 1903—1907, og þótti einhver mælskasti maður á þingi. Hann ritaði og mikið í hlöð um álnigamál sin, og var því ávalt veitt athygli, sem hann ritaði. Hafði hann heilladrjúg afskifti af mörg- 11,11 mannúðar- og menningarmálum, og skal hér aðeins nefna bindindismálið, landsspítalamálið, dýraverndun- armálið o. s. frv. Áður en holdsveikraspítalinn var reist- l,r hér, hafði séra Ólafur meðal annarra átt drjúgan Þátt i að vekja þá hreyfingu, er varð til þess, að það mál 3*

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.