Kirkjuritið - 01.01.1938, Síða 44

Kirkjuritið - 01.01.1938, Síða 44
38 Innlendar fréttir. Jánúar. útdrætti úr Nýja testamentinu, auk þess sem börnin hafa lærl í biblíusögum úr Gamla testamentinu, ef uppfræðarinn er starfi sinu vaxinn. Barnabiblían er nokkuð fyrirferðarmikil, og mál hennar ekki alstaðar við barna hæfi. Að því leyti bætir þetta kver úr tilfinnanlegri vöntun. En heppilegra hefði mér fundist, að taka meira upp í bókina af hinuin heiztu dæmisögum og sam- feldar frásagnir um merkustu viðburði í iífi Jesú, en hafa minna af sundurlausum setningum, sem að visu eru merkar, en koma ekki að gagni, nema lærðar séu utanbókar; og er þá hætt við, að kver þetta minni óþægilega mikið á þann „kver“-lærdóm, sem mörgum stendur stuggur af í endurminningunni, auk þess sem lilvitnun í ákveðna setningu til stuðnings vissum lærdómi gefur ranga hugmynd um reglugildi ritningarinnar og leiðir til bók- stafsþrælkunar. Þrátt fyrir þetta mun kver þetta geta liaft gildi sem leiðbeining uni val ritningarstaða til skýringar umræðuefn- inu, ef þess aðeins er gætt, að lifandi fræðsla er meira virði en öll „kver“. Björn Magnússon. Halldór Jónssun: Söngvár fyrir alþýðu IV. Sálmalög. Reykjavík — Félagsprentsmiðjan — 1937. Halldór Jónsson, sóknarprestur að Reynivöllum, er orðinn þjóðkunnur maður fyrir frumsamin sönglög sin og ritgerðir um kirkjusöng. Þetta er fjórða sönglagaheftið, sem eftir hann birtist. í þvi eru 41 sálmalag við 28 frumsamda og 13 þýdda sálma. Matthias Jocliumsson á 14 frumsamda og þýdda sálma í bókinni, Stefán frá Hvítadal 4, Vald. Snævarr 5, Jakob Jóh. Smári 2, Einar Benediktsson 1. og fleiri góðskáld mætti telja. Sálmalögin eru látlaus og eðlileg, að vísu ekki svipmikil. en þó kirkjulega mótuð og bera vitni um trúartraust höfundarins. Hann seilist ekki eftir djörfum hljómasainböndum, enda er það enginn ókostur á safnaðarlögum, en allvíða s'aknar maður samt sterkrar hljómvit- undar og meiri fjölbreytni i raddsetningunni. Ég býst við, að margur fagni því að eignast íslenzk lög við þessa sálma, og mun þvi bókin kærkomin. Baldur Andrésson. INNLENDAR FRÉTTIR. Kirkjumál á Alþingi. Styrkur til húsabóta á prestssetrum var hækkaður á síðasta Alþingi úr 12000 kr. upp i 24000 kr. Var það ekki gjört ófyrir- synju, því að víða er brýn nauðsyn þess, að reist verði ný prests-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.