Kirkjuritið - 01.12.1942, Blaðsíða 53

Kirkjuritið - 01.12.1942, Blaðsíða 53
Kirkjuritið'. Kristur og þjóðmálin. 355 byltingamenn hafa verið ýms mikilmenni og uppgötv- anamenn í læknisvísindum. Ég nefni ekki fleiri dæmi, enda nægir þetta til þess að sýna, hvað átt er við. Eng- ir slíkra manna hafa sýnt lit á því, að beita ofbeldi, og það eru ekki þeir, sem alment eru nefndir byltinga- menn, heldur fyrri flokkurinn, sem hér vaf nefndur. Það eru þeir, sem fallast á ofbeldi, eða vilja beita því, við breytingu á þjóðskipulaginu, sem alment eru nefnd- ir byltingamenn, og það eru þeir, sem allur almenn- ingur á við með því nafni. Það er þessvegna bæði rangl og vanhugsað, og veldur misskilningi, að nota þetta orð, þegar rætt er um Krist, því að hann á ekkert skylt við þá menn, sem venjulega eru nefndir því nafni. Hann boðaði að vísu gjörbreytingu á lífi einstaklinga og þjóða, boðaði nýtt ríki á jörðinni, i andlegum skilningi. En það er sorglegur vottur um skilningsleysi á Kristi og kenningu bans, að nefna hann i sambandi við nokkura þá stjórnmálastefnu eða bjdtingu, sem vill afnema kúg- un með kúgun og ofbeldi með ofbeldi, og sem vill breyta gildandi lögum og afnema rikjandi þjóðskipulag með ófriði og manndrápum. Það er i raun og veru furðulegt, hve margir lifa í þeirri tr.ú, að bægt sé að finna þá stjórnartilhögun, sem út af fyrir sig muni gjöra alla hamingjusama, bæði einstaklinga og' þjóðir. En þeir eru þó margir, sem sjá, að það eitt muni ekki vera nóg, heldur verði eitthvað annað og' meira að koma til. Svo að eitt dæmi sé nefnt i þessu sambandi, þá er það haft eftir Hitler, að til þess að breyta um og koma á nýskipun þjóðlífsins og þjóð- félagsins, þurfi að verða gagngerð breyting á þjóðinni, róttælc hugarfarsbreyting, og að það verði að ala þjóð- ina, — æskuna — upp með þessa breytingu fyrir aug- um. Alt bendir á, að þetta sé sannleikur. En það er ekki nýr sannleikur og' ekki uppgötvað af Hitler né neinum öðrum manni á vorum dögum. Sá sannleikur er jafn- gamall mannkvninu, að til þess að breyta lífi og starf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.