Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 34

Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 34
Jan.-Febr. í því, sem míns föður er. Þessi orð eru sögð í musterinu i Jerúsalem. Musteri G)^ðinga var veglegt, mjög samboðið hinni fögru guðs- hugmynd þeirra. Musterið, sem Jesús er í, lét Heródes mikli g'jöra, en þó lauk liann þvi hvergi nærri. Um það bil, er Jesús starfaði, hafði það verið 46 ár í smíðum. „Meistari, líttu á, livilíkir steinar og' hvílík hús“. Heim- ildir segja suma þessa steina 60 fet á lengd. Hinu volduga verki var ekki lokið fyrr en 63 árum eftir Krists fæð- ingu. Það líða þannig tæp 7 ár, að musterið er fullgert þangað til ekki er steinn yfir steini, er eigi hefur verið rifinn niður. Bygging þessi þótti fádæma tilkomumikil, gjörð úr marmara, og líktist álengdar stærðar fjalli, sem væri snævi þakið. Er fyrstu geislar morgunsólarinnar Ijómuðu yfir Olíufjallinu og féllu á gulllagða austur- hlið musterisins, var hin ytri dýrð áhrifamikið tákn þeirrar hirtu, er var um þetta Guðs hús í hugum Gyðingaþjóðarinnar. Talið er, að í musterinu og for- görðum þess hafi getað verið í senn 200 þúsundir manna eða meir. Það þótti eitt af furðuverkum veraldarinnar, enda vildi Títus elcki, er hann vann Jerúsalem eftir 6 mánuði með 80 þúsund manna liði, að musterinu yrði gert mein. „Slökkvið eldinn“, hrópaði hann, er her- mennirnir köstuðu logandi eldihröndum inn um glugga musterisins. En herinn var orðinn utan við sig af hatri, eftir að musterið hafði verið varið meira en mánuð. Ýmsir dýrgripir, er hjargað var úr eldinum, urðu síðan uppáhaldsminjagripir Rómverja um sigursæld og heims- yfirráð. „f því, sem míns föður er“, svo voldugt var það, sem

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.