Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 70

Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 70
64 Fundir. Jan.-Febr. að honum loknum var eftirfarandi fundarályktun gerð, að und- angengnum umræðum: „Fundurinn telur húsvitjanir presta til blessunar, séu þær vel ræktar, og telur sjáifsagt, að prestaköllin séu ekki stærri en svo, að þeir geti rækt þær sem bezt“. Fundurinn sendi fráfarandi formanni félagsins, séra Sveini Vikingi, kveðjuskeyti og biskupinum yfir íslandi svohljóðandi ávarp: „Aðalfundur Prestafélags Austurlands, haldinn að Ketiisstöð- um á Völlum, dagana 11.—12. september, vill þakka biskupi heimsókn hans á starfsvæði félagsins s. 1. 2 ár og telur, að hún hafi haft vekjandi áhrif á kirkju- og trúarlif á Austurlandi, og telur fundurinn það mjög æskilegt, ef biskupinn sæi sér fært, að endurtaka slíka heimsókn sem fyrst“. Fundurinn fór hið bezta fram og við mestu rausn búenda á Ketilstöðum. Að Joknum fundarstörfum, að kvöldi fyrri fundardagsins skemtu fundarmenn sér við umræður og söng. Næsti fundur var áformaður að Vopnafirði í júní n.k. sumar. í stjórn félagsins voru kosnir: Séra Jakob Einarsson, prófast- ur, formaður, séra Pétur Oddsson, (féhirðir) og séra Marinó Kristinsson (ritari). í varastjórn voru kosnir þeir séra Sigurjón Jónsson og Þórar- inn Þórarinsson, skólasljóri á Eiðum. í sambandi við fundinn messuðu fundarmenn í nálægum kirkjum. P. T. O. Aðalfundur Prestafélagsdeildar Suðurlands var haldinn á Þingvöllum dag- ana 30. og 31. ágúst s.l. Fyrri daginn, sem var sunnudagur, var messað á kirkjum í Mosfellsprestakalli, í Reykjavík og á Þing- völlum, og embættuðu tveir prestar á flestum kirkjum, en biskup í Þingvallakirkju. Fundarhöld fóru fram í Þingvallakirkju, en á sunnudags- kvöldið flutti séra Sigurður Pálsson erindi i kirkjunni, er hann nefndi: Kristið tiðahald. Aðalumræðuefni fundarins var: Trú í kristilegum skilningi, og höfðu þar framsögu: Séra Árni Sig- ursson og séra Sigurbjörn Einarsson. Urðu fjörugar umræður á eftir, enda teiur deildin það höfuðverkefni sitt, að félagsmenn lcomi saman sér til uppbyggingar og andlegrar uppörfunar og ræði jafnframt i bróðerni sameiginleg liugðarefni sin. — Kvöld

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.