Kirkjuritið - 01.08.1955, Síða 4

Kirkjuritið - 01.08.1955, Síða 4
Kirkjan. Kirkjan í Guðsríki kallar oss inn. Kirkjan er heilagur staður. í kirkjunni finnur þú Frelsara þinn, ó, færðu honum hjarta þitt maður. í kirkjuna far þú með kærleikans yl, í kirkjunni nærðu þitt hjarta. í kirkjunni ger þínum konungi skil, hann kirkjuna gerir þér bjarta. Hlustaðu eftir þeim himneska óm, er heyrist frá kirkjunnar sölum; lofaðu Drottin af lífsglöðum róm, þótt lifir í skugganna dölum. Kirkjan skal vera vort kærasta vé og kærleikans þróttmikli gróður. Orð Guðs í henni að eilífu sé vort andlega kjarngóða fóður. Kirkjuna efli hver einasta sál, þar alheimsins skaparinn ráði. Kirkjan skal flytja vort kærasta mál, er konungur sannleikans tjáði. Kirkjuna eflum af kærleikans glóð. í kraftinum trúar og vonar. Lífstarf vort hennar leggjum í sjóð sem lærisveinar Guðs sonar. Kirkjur vér reisum á komandi tíð á kærleikans grundvelli traustum, og biðjum þar Drottin að leiða vorn lýð að lífsins og sælunnar naustum. Loftur Bjarnason.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.