Kirkjuritið - 01.08.1955, Síða 15

Kirkjuritið - 01.08.1955, Síða 15
PRESTASTEFNAN 1955 301 Þannig verður kirkjan frjáls og vér börn hennar hið sama. Skiljum vér þetta? Hvað er það að vera frjáls? Það eitt, að breyta fagnandi eftir innsta og dýpsta lög- máli sálna vorra. En það lögmál og lögmál Krists er eitt og hið sama. Sál vor er í upphafi þannig stillt af Guði vorum og föður, að fagnaðarboðskapur Krists fái snortið alla helgustu strengi hennar. Svo hefir Guð skapað oss í sinni mynd sér til handa. Fyrir því segir Kristur: Ef þér standið stöðugir í orði mínu, þá eruð þér sannarlega lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa. Sannleiksleiðin er leiðin til frelsis, fylgdin við fagnaðar- erindi Krists. Sá, sem er af sannleikanum, hlýðir röddu hans. Vinnum jafnframt að einingu kirkjunnar. Um lönd og álfur berst nú kallið: Sameinist allir kristnir menn. Og kirkja þjóðar vorrar hefir gerzt aðili að slíkum samtökum í Kirknasambandi Norðurlanda, Lúterska heims- sambandinu og Alkirkjuráðinu. Einlægan vilja og viðleitni er ekki að efa. En þó sækist grátlega seint. Þess er varla enn að vænta, að kaþólska kirkjan gangi til þessa samstarfs, hún getur ekki hugsað sér sameiningu við hinar kirkjudeildirnar með öðrum hætti en þeim, að þær hverfi til hennar aftur. Einkunnarorð þessarar viðleitni má að visu telja: Vér viljum standa saman; Og síðan: Vér viljum vaxa saman. Fjölmennum kirkjuþingum hefir einnig tekizt að koma á, þar sem hefir verið mikill múgur af alls kyns fólki og kynkvísl- um og lýðum og tungum. Trúfræðijátningar hafa verið samdar af miklum lærdómi og nákvæmni, og má vænta þess, að merk guðfræðirit verði ávöxtur síðasta kirkju- þingsins í Evanston. En jafnvel á því þingi, sem átti að

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.