Kirkjuritið - 01.11.1962, Síða 17

Kirkjuritið - 01.11.1962, Síða 17
KIRKJURITIÐ 399 8tyðjast við varðandi lyktir þeirrar viðureignar. Hinu trúi ég, að hana verði að lieyja og veit að nokkrir menn a. m. k. liafa ákveðið að gera það, Ég óttast það eitt, að þeim<muni á stundum finnast þeir standi einir, já, að þeir standi raunverulega einir, og að tvö þúsund árum liðnum hafi fórnfæring Sókratesar ósjaldan endurtekizt. Dagskrá framtímans er eitt af tvennu: stöðugar viðræður eða hátíðleg og táknræn aftaka allra þeirra, sent reynt hafa viðræðuleiðina. Eftir að liafa gefið svar mitt, spyr ég nú liina kristnu: „Mun Sókrates enn verða að standa einn, og er ekkert í fari lians, né kenningu yðar, sem knýr yður til að taka höndum saman við oss? Mér er ljóst, að svo getur farið, að kristnin svari þessu nei- kvætt. Auðvitað ekki þér, það er ég sannfærður um. Hins veg- ar getur svo farið, og er enda sennilegast, að kristnin vilji koma á einlivers konar málamiðlun, eða klæði að öðrum kosti for- dæniing sína í hið óljósa form páfabréfsins. Vera má, að hún híti í sig, að losa sig í eitt skipti fyrir öll við dyggð uppreisn- arinnar og þeirrar vandlætingar, sem einkenndi hana fyrir löngu síðan. Fari svo, munu kristnir menn lifa, en kristnin deyja. Og aðrir verða þá að gjalda þeirrar fórnfæringar. En kvernig sem allt veltur, er mér fyrirmunað að ákvarða fram- tíðina, þrátt fyrir allar þær vonir og þann ugg, sem liún vekur mér. Ég get ekki rætt um annað en það, sem ég veit. Og það, sem ég veit — og kveikir mér á stundum sterka þrá — er þetta: Ef kristnir menn ákvæðu að snúast á þá sveifina, mundu millj- °nir radda — já, milljónir radda um allan lieim mundu þá taka undir áskoranir þeirra sárfáu og einangruðu einstaklinga, ®ein án nokkurs konar samtaka ganga nú næstum alls staðar otrauðir fram fyrir skjöldu til bjargar börnum og fullorðn- um. (G. Á. þýddi). Mér finnst ég vera eins og leðurblaka, sem hef verið dregin út í sól- skiniS. Því aS ég hef snúið baki við deginum og nóttin hefur svikið m'g- — Jóhannes Jörgensen (22. 5. 1889).

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.