Sumargjöf - 01.01.1908, Page 74

Sumargjöf - 01.01.1908, Page 74
70 Sumargjöf. Yestmanneyjar. Vestmanneyjar liggja við suðurströnd íslands undan Landeyjasandi. Þær eru eigi allfáar og flest- ar sæbrattar; margar eru luktar þverhnýptum hömr- um á alla vegu. Heimaey er stærst, hinar allar smáar. Aðalefnið í eyjunum er móberg og blágrýti. Jarðfræði eyjanna er enn þá lítt kunn; ég mun því ekki fjölyrða um hana, en verð þó að getaumýmis- legt, er mér þykir máli slcifta. Svo lítur út sem eyj- arnar séu að eins rústir af eldbrunnu landi, allvið- áttumiklu suður af Eyjafjöllunum og vel getur verið að það hafi einhvernlíma verið áfast við meginlandið. í fljótu bragði lítur jafnvel svo út, sem litla og stóra Dimon við Markarfljót séu nátengdar Vestmanneyjum, að minsta kosti er óhætt að fullyrða að Dimonirnar liafa fyrrum verið eyjar, áður en Markarfljót hefir fylt upp fjörðinn, sem þar hefir skorist inn. Eigi hefi ég séð þess merki að jökull hafi verið á Vest- inanneyjum, en hins vegar má greinilega sjá að hafið hefir staðið þar miklu hærra fyrrum, að minsta kosti hér um bil 150 metrum liærra en nú. Sumar úteyjarnar eru bersýnilega gýgir, t. a. m. Elliðaey, Bjarnarey, Suðurey o. 11. Þær eru þver- hnýptar á alla vegu, grænar að ofan með laut í topp- inn. Heimaey er þó markverðust. Þar standa Yzti- klettur, Heimaklettur og Kliíið, sem risavaxnir múrar mót norðri. Heimaklettur er hæstur og er að mestu úr móbergi, en efst er hann þó þakinn blágrýtis- hettu. Sunnan við kaupstaðinn er eldfjallið Helga- fell. Allstórt svæði á heimaeynni er þakið nýju blá- grýtishrauni, í þvi eru hellrar allvíða og er hundrað

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.