Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Side 77

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Side 77
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 77 — jfe, / Húkkertan Rödefjord, systurskip Svansins. Bolur skipanna var úr eik og botn- inn klœddur koparþynnum upp að sjólínu til þess að verjast sjávargróðri. Skip- ið var „tvístejhungur”, með framstefnið bogið aftur efst á líkan hátt og verið mun hafa á knörrum. Afturstefnið var hins vegar beint og breiðu stýrinufest á það með mörgum lykkjum. Stýrissveifin var allt aðfimm metra löng, náðifram á bilið milli afturmasturs og káetu. (Samkv. heimildum sem Pétur Sigurðsson aflaði) Þannig er ekki ljóst hvað varð um Svaninn við eignasölu konungsversl- unarinnar. Árið 1793 er íslandskaup- maðurinn eða verslunarstjórinn Ole Christensen Olsen nefndur útgerðar- maður skipsins, en Olsen þessi var eigandi Flateyjarverslunar árið 1809. Árin 1812-1825 var Svanurinn eign Holgeirs P. Clausen, en komst í eigu Jakobs Holm, eins og aðrar verslunar- eignir Clausens með brúðkaupi ekkju hans og Holm. Holm, og síðar erfingj- ar hans, áttu Svaninn allt til 1871 er Hans. A. Clausen keypti skipið, en hann hafði þá leigt það til vöruflutn- inga fyrir verslun sína frá því um 1840. Þegar Clausenverslanir voru seldar árið 1890 keypti fyrirtækið Sal- omon Davidsen gömlu húkkertuna Svaninn og var skipið í eigu þess fyr- irtækis er það bar beinin á ströndinni við Ólafsvrk 1893.“ Brennivínsflaska í verðlaun fyrir að koma fyrstur auga á skipið „Þótt þessi frásögn kasti nýju ljósi á margt í sögu skipsins er það þó ljóst að Svanurinn gekk lengst af til Ólafs- víkur á 19. öld. Svanurinn var iðulega eina skipið sem flutti farþega milli Vesturlands og Kaupmannahafnar. Þótti skipið betur búið en flest Is- landsför um sína daga. Oscar Clausen kemst svo að orði um Svaninn: „ Urþví að páskar voru komnir eða nærrifór að draga sumarmálum fóru Jöklarar að vonast eftir „Svaninum en hann lagði alltaf af stað sama dag frá Höfn. Það var 1. apríl, en hvort ferðin tók skemmri eða lengri tíma var allt háð því hversu byrjaði, því að ekki var öðru en seglum að tjalda. — Það var eðlilegt að miklar vonir væru bundnar við komu þessa eina skips á árinu, því að það var eini boðberinn frá hinum stóra heimi. — Koma skips- ins var mikilvægt atriði ílífifólksins... Á vorin fóru menn fyrir sunnan Jökul að hafa gœtur á því hvort ekki sæist til „ Svansins “ og ef einhver kom auga á hann, var óðara hraðað sér til Ólafs- víkur með þá gleðifregn ogfékk sá er með fregnina kom alltaf flösku af brennivíni að launum. “ Ekki er vitað hvaða dag Svanurinn kom á leguna í Ólafsvík vorið 1853. Hugsanlega hefur Niessen skipstjóri fengið góðan byr og siglt þessari 63 commerce-lesta (126 rúmlesta) húkk- ertu yfir viðsjált Atlantshaf uns ís- landsfjöll risu úr hafi og stefnan var tekin vestur með landinu, fyrir Snæ- fellsnes og inn á leguna í Ólafsvík. Hafi svo verið var akkerum varpað í Ólafsvík tveimur til þremur vikum eftir að festar voru leystar í konungs- ins Kaupmannahöfn. Það er þó alveg eins líklegt að Niessen hafi hreppt norðanveður er vörnuðu Svaninum siglingar fyrir nesið og hann hafi af þeim sökum orðið að leita vars nokkra daga, jafnvel viku, út af Svörtuloftum eða Bervík. Hann hefur þá sætt lagi og skotið á land bréfum til verslunarstjóra Clausen. Viljugur sendimaður hefur flutt þau áfram til Ólafsvíkur þar sem honum var vel fagnað í krambúðinni og leystur út með brennivíni og ef til vill einhverju smáræði öðru.“ Fróðleg farmskrá „Húkkertur á borð við Svaninn voru burðarmiklar og rúmgóðar, en seglabúnaður gerði það að verkum að erfitt var að sigla beitivind. Ekki var unnt að stagvenda þeim heldur varð ávallt að kúvenda. Seglabúnaður Svansins tók þó miklum framförum þá rúmu öld sem skipið sigldi til Is- lands, enda urðu miklar framfarir í siglingatækni á þeim tíma. En hvort Niessen gekk betur eða ver að sigla Svaninum fyrir Snæfells- nes vorið 1853 er fullvíst af ná- kvæmri skrá Páls sýslumanns Mel- steð að eftirtöldum vörum var skip- að á land þegar lestarhlerarnir höfðu verið opnaðir og „bringingarbátun- um“ hrundið á flot í Ólafsvík: Rúgur, 225 tunnur bygg, 10 tunnur bankabygg, 140 tunnur rúgmjöl, 90 tunnur hveiti, 2 tunnur bygggrjón, 1 tunna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.