Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 4

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 4
4 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ S Avarp Sjómannadagurínn hefur nú veríð hátíðlegur haldinn í 58 ár og jafnframt státar hátíðarrit hans, Sjómannadagsblaðið, afsama virðulega aldri. Okkur verður óneitanlega hugsað til þeirrar kyn- slóðar sjómanna sem flettu fyrstu eintökum þessa blaðs, seint á fjórða áratugnum. Voru hags- munamálþeirra hin sömu eða lík þeim sem nú eru — hvað vœntu þeir að rœtt vœri íritinu sem út var gefið þennan dag í virðingarskyni við störf þeirra og stétt? Vettvangur umfjöllunar um málefni sjómanna var stórum þrengri í þá daga svo ekki sé minnst á málefni sjávarútvegsins almennt. En víst er um það að fyrstu aðstandendur blaðsins og forvígismenn Sjómannasamtakanna brýndu menn skörulega til sóknar fyrir bœttum kjörurn og eflingu þeirrar virðingar sem (slenskrí sjó- mannastétt bar og oft skorti á að i heiðri vœri höfð. Þannig vorufyrslu árgangar Sjómannadagsblaðsins litaðir aföðrum áherslum en núna, einkar- lega afþvíhve vt'ðfeðm og sterk samtök sjómanna eru orðin nú og þar á meðal fjölmiðlun á þeirra vegum. Af þvt leiðir að Sjómannadagsblaðið á tíunda áratug aldarinnar fetar á flestan hátt aðra slóð en önnur málgögit sem nú eru út geftn um mál sjómanna og sjávarútvegs: Við látum öðrum eftir að skilgreina þœr tœkninýjungar sem árlega koma fram og ekki verða tölum taldar, svo og býðst stéttinni ríkulegur vettvangur annars staðar til þess að fjalla um kvóta, aflamagn, krókaleyfi og annað sem stöðugt er í umrœðunni og helgum rúm Sjómannadagsblaðsins öðru efni. Það er ekki fjarri lagi þótt sagt sé að Sjómannadagsblað okkar daga helgi sig fremur því viðfangsefni að leita uppi elstu lesendur stna og inna þá eftir þeim kjörum sem einmitt þeir bjuggu við og gerast nýjum kynslóðum íslenskra sjómanna ce meir framandi. Þessari stefnu hefur nú lengi verið fylgt og er árangurinn sá að blaðið geymir verðmœtar og stundum ómetanlegar frásagnir genginna kynslóða sjómanna. Er sú ekki sísta ástœða þess að í blaðinu nú segja tveir menn, sem báðir verða níræðir á þessu ári, frá högum œsku sinnar á sjónum: Annar tók þátt í björgun mannanna af „Jóni forseta" við Stafnes 1928 (stofnunarár SVFÍ) en hinn lýsir aðbúnaði í verbúð hlaðinni úr fjörugrjóti og þéttri með marhálmi vestur við ísafjarðardjúp fyrir 1920. Það eru slíkar frásagnir og minningar sem við viljum gœða lífi til frambúðar í ritstjórnarstefnu okkar. Hér er líka greint frá háskaVeðrum og öðrum válegum atburðum sem ný skip og tækni hefur sem beturfer gert fátíðari. „En þótt kjörum sé breytt, þá er eðlið samt eitt... “ segir Örn Arnarson íkvœðisínu og erfiðið sem sjómenn nútímans þurfa tíðum að leggja á sig er að sumra dómi oft ekki minna en almennt gerðist forðum — mitt í allri tcekninni — og hagrœðingunni! Því skal enginn skilja ofanritað svo að ekki þurfi enn harðfengi og karlmannslund til að stunda sjó við ísland eða að hœtturnar séu fœrri. Sjómannadagsblaðið óskar öllum (slenskum sjómönnum gleðilegrar hátíðar og minnir á livert fagnaðarefni það er að varla nokkru sinni áður hefur árlegur listi blaðsins um þá semfarist hafa við störfsín á sjónum verið styttri en nú. Það ber ekki síst að þakka öflugu og vakandi starfi að bcettum öryggismálum sjómanna. Atli Magnússon Fulltrúaráð Sjómannadagsins 1996 í Reykjavík og Hafnarfirði Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan: Sigurður Óskarsson Guðmundur Ibsen Skipstjóra- og stýrimannafélagið Kári: Þórhallur Hálfdánarson Ingvi Einarsson Matsveinafélag íslands: Þorbjörn Pétursson Sigurður Sigurðsson Vélstjórafélag íslands: Jón Guðmundsson Sveinn Á Sigurðsson Daníel G. Guðmundsson Skipstjóra- og stýrimannafélagið Ægir: Sigurjón Stefánsson Sigurður Hjálmarsson Félag Bryta: Rafn Sigurðsson Kári Halldórsson Ásgeir Guðnason Sjómannafélag Rcvkjavíkur: Guðmundur Hallvarðsson Pétur Sigurðsson Erling R. Guðmundsson Skjöldur Þorgrímsson Jónas Garðarsson Birgir H. Björgvinsson Stýrimannafélag íslands: Hálfdán Henrýsson Guðlaugur Gíslason Skipstjórafélag íslands: Hörður Þórhallsson Stefán Guðmundsson Félag íslenskra loftskeytamanna: Ólafur K. Björnsson Reynir Björnsson Sjómannafélag Hafnarfjarðar: Óskar Vigftísson Ólafur Ólafsson Stjórn Sjómannadagsins 1996: Formaður: Guðmundur Hallvarðsson Varaformaður: Guðmundur Ibsen Ritari: Hálfdán Henrýsson Gjaldkerí: Þórhallur Hálfdánarson Varagjatdkeri: Daníel Guðmundsson Varamenn í stjórn: Hörður Þórhallsson Eysteinn Guðlaugsson Ólafur K. Björnsson Sjómannadagsblaðið kemur út á Sjómannadaginn ár hvert og er sent í pósti til áskrifenda. Áskrift í síma 553 8465 Verð kr. 600.00- ÚTGEFANDI: Sjómannadagsráð Hrafnistu DAS Laugarási, 104 Reykjavík RITSTJÓRAR: Atli Magnússon Garðar Þorsteinsson ábm. RITNEFND: Ólafttr K. Björnsson Hálfdán Henrýsson Sigurður Þ. Árnason PRENTVINNSLA: G. Ben. Edda prentstofa hf. LJÓSMYND Á KÁPU: Sigurður Þ. Árnason: „ Varðskipið Albert á Áttœringsvogi við Papey 1966“ AUGLÝSINGAR: Jón Kr. Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.