Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 64

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 64
64 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ krakkar. Kennsluefnið var einkum Kverið og svo dálítið í reikningi. Kennt var 3-4 tíma á dag. Þarna var oft kátt á Hjalla og við strákarnir höfðum gaman af að stríða stelpun- um eins og gengur. Allir sváfu á sama loftinu í rúmum sem stóðu hvert við annars gafl. Svo var leikið sér úti við. Ég man eftir að við strákarnir fórum einu sinni illa út úr því. Það lágu bátar á hvolfi þarna í fjörunni við járnfestingar og eitt sinn í brunafrosti ætluðum við að sleikja ísinguna af járninu. Þá tókst ekki betur til en svo að tungan festist við járnið og rifnaði af henni stærðar fleiður. Ekki höfð- um við vit á að bræða frerann með því að anda frá okkur á járnið. En þetta varð okkur lexía. Vorið sem ég fermdist var ég send- ur að Eyri í Seyðisfirði til þess að búa mig undir ferminguna og á Eyri var ég fermdur af séra Sigurði í Vigur. Ég man að við fögnuðum þessum áfanga í lífi okkar tveir strákar með því að fara rakleitt uppfyrir túngarð- inn á Eyri og fá okkur vel í nefið. Ég gerðist neftóbaksmaður og ekki latti það mig til þess að Vilmundur Jóns- son, þá læknir á ísafirði, ráðlagði mér neftóbaksnotkun sem meðal við blóðnösum sem ég var þjakaður af. Skemmtanir Skemmtanir? Ja, þær voru nú óbrotnar. Það komu oft gestir af bæj- unum þarna í kring sem taldist nokk- ur tilbreytni og sjaldnar fólk lengra að komið, svo sem úr Súðavík, en þangað var klukkutímaróður. Alltaf var til nóg kaffi að fagna þessum gestum með. Það voru líka stundum haldin böll þarna í firðinum, því ein- hverjir áttu harmoniku og kunnu lít- illega að spila á hana. Við slík tæki- færi hýrguðu líka sumir sig á brenni- víni, en allt í hófi. Böllin voru haldin heima eða þá á Tjaldtanga. Við yngra fólkið fórum á skíðum eða þá á skautum. Ég renndi mér fyrst á tunnustöfum, en eignaðist síð- an alvöru skíði sem afi minn gaf mér. Þau kostuðu eina krónu tuttugu og fimm aura. Það var að vísu nokkur ókostur að annað skíðið var stærra en hitt — því annað fékkst ekki í „Sjóbúðin hét Dopla. Það mú hugsa sér að ekki var andrúmsloftið gott þarna búðinni. En það spillti ekki ánægj- unni. Svo renndi maður sér á skaut- um á svellum, en fyrstu skautana sem ég eignaðist gaf mér Guðmundur Árni Bjarnason sem margir eldri Vestfirðingar muna eftir. Skipstjórnarferill Hún var ekki létt ævin hjá móður minni þarna í Seyðisfirðinum, en hún bjó þar allt til ársins 1930. Þá fluttist hún með Sigurgeir bróður mínum til Bolungarvíkur og lést þar 82 ára gömul. Þær munu ekki margar kon- urnar láta bjóða sér kjörin hennar nú til dags. Ég fór að róa sjálfur úr Höfnum 13 ára gamall og var sjómaður upp frá því. I Höfnunum var vistin ströng. Við bjuggum þarna í verbúðum sem sumar voru með lofti en beitt niðri. Það má hugsa sér að ekki var and- rúmsloftið gott þarna. Búðin sem ég var í hét Dopla. Annars var heilsufar almennt sæmilegt á þessum tíma, en lungnabólgan var skæð og systir mín lést fimmtán ára gömul úr lungna- bólgu, einsog faðir minn hafði áður gert. Annars var það helst gigt sem herjaði á menn, yngri sem eldri, og margir töldu gigtarköstin vera fyrir veðrabreytingum, þótt ekki sé ég nú trúaður á að svo hafi verið. í Höfn- unum var auðvitað ekkert étið nema soðning með mörfloti og brauð, en menn þrifust þó sæmilega á þessu. I hverri búð var kona sem eldaði og þvoði og hún var kölluð fanggæsla. Hennar laun voru þau að hún fékk alltaf stærsta fiskinn sem dreginn var í hverjum róðri. Varla hafa þær safn- að auði þessar konur fyrir það! Ég fór að heiman 22 ára að róa í Bolungarvík og 1930 á Samvinnufé- lagsbátana á ísafiði. Það varð byrj- unin á 50 ára sjómennskuferli. Alltaf er hugurinn heima í Seyðisfírði Ég kvæntist árið 1934 Salóme Hall- dórsdóttur úr Bolungarvík og eign- uðumst við tíu börn. Níu þeirra eru á lífi, en einn sona minna drukknaði tvítugur. I Bolungarvík bjuggum við Saló- me í átta ár en fluttumst þá á ísa- fjörð. Þaðan gerði ég út minn eigin bát, Vísi, allt til ársins 1953. Frá ísa- firði fluttumst við svo í Vatnsfjörð og vorum þar í þrjú ár. Þar fannst mér mjög gott að vera og mikið hefði ég viljað vera prestur, því ég varð að standa upp af jörðinni 1958 þegar prestur kom þangað. Þá lá leiðin út í Súðavík. Ég var skipstjóri til 65 ára aldurs, en hætti þá og gerðist kokkur. Það var svo arið 1983 að við hjónin flutt- umst hingað að Hrafnistu í Hafnar- firði og leið okkur hér vel saman alla tíð. Salóme lést hins vegar fyrir sex árum svo nú er ég einn. Já, það er svo sem margs að minn- ast, en alltaf er hugurinn heima í Seyðisfirði og þangað reyni ég að komast á hverju sumri. Að vísu fór ég ekki í fyrra, en vonast til að kom- ast í sumar. Eins og ég sagði stendur gamla húsið þarna enn og samar eru klappirnar neðan við bæinn sem fagna manni eins og gömlum kunn- ingja þegar ég hitti þær að nýju. Það var oft brimasamt við þessar klappir á vetrum í mínu ungdæmi. En það var oftast logn í kringum þær þegar ég leit þær síðustu sumrin í lognblíð- unni — líkt og orðið er í kringum mann sjálfan nú á gamalsaldri.“ AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.