Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 7

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 7
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 7 neytinu fyrir all löngu síðan, en þar var því svarað til að meiri hjúkrunar- þörf væ^i í Reykjavík en í Reykjanes- kjördæmi, þá höfum við nú sótt um til vara að okkur verði heimilað að byggja á lóð Hrafnistu í Reykjavík. Eftir sem áður erum við ósáttir við að litið sé svo á að kjördæmaskipan skuli fyrst ogfremst ráða íþessu efni. En víst er pláss fyrir hendi fyrir slíka byggingu hér í Reykjavík á sunnanverðri lóðinni sem snýr að Brúnavegi, en þá yrðum við líka að líta svo á að fullbyggt væri orðið á þessari lóð okkar hér í Laugarásn- um. Stundum heyrast þær raddir sem telja að Hrafnista hér í Reykjavík sé orðin allt of stór eining. En þannig tala þeir einir sem líta á byggingarnar utanfrá eingöngu. Þegar grannt er skoðað sést að þessum einingum hér innan dyra er skipt upp með þeim hætti að þetta er ekki svo stór kjarni sem hann virðist utan frá séð. Hér eru til dæmis hjúkrunardeildir sem sérstaklega er skipt upp og hin al- menna vist er hér miklu minni um sig en til dæmis á Hrafnistu í Hafnar- firði. Því býr fólk hér alls ekki við slíka þröng og sumir halda stundum. Þetta er í samræmi við það sem í vaxandi mæli hefur verið að gerast erlendis — að þjappa saman stórum kjörnum svo fleira sé hægt að gera fyrir alla heildina. A minni og dreifð- ari heimilinum eru ekki möguleikar á að bjóða upp á jafn margt til afþrey- ingar. Þá nýtist öll stoðþjónusta stór- um betur í stærri einingum." Heimahjúkrunarkerfínu fylgir meiri kostnaður „Nú erum við að vega það og meta hvort rétt sé að byggja enn fleiri þjónustuíbúðir fyrir aldraða í Hafn- arfirði. Slíkt hefur þann augljósa kost að vegna nálægðar verður íbú- um þeirra íbúða auðveldara að njóta félagsskapar og afþreyingar með öðrum öldruðum — og enn mun neyðarhnappurinn veita sitt öryggi. Þörfin fyrir félagsskap og afþreyingu er ekki minnst í mesta skammdeginu að vetrinum, sem skilja gefur, og er það enn ein röksemdin sem mælir með byggingu fleiri íbúða. En auð- vitað þýddi slík fjölgun aukið álag á starfsfólk og fé til þess að mæta því álagi verður ekki sótt til þess opin- bera, þótt við séum með þessu móti að stuðla að því að fólk leiti seinna en ella eftir því að komast inn á þjón- ustuheimili. En allt er þetta á um- ræðu- og athugunarstigi enn. Rætt hefur verið um að auka heimahjúkrun enn frá því sem nú er og leggja á hana aukna áherslu. Um það er að vísu alit gott að segja, en með vísan til þess sem ég var að segja áðan getur hún ekki dregið úr þeirri félagslegu einangrun sem ég minntist á og því held ég að rétt sé að fara fram með vissri gát í þeim sökum. Að vísu er rétt að veita slíka þjónustu svo lengi sem kostur er á ef fólk vill dvelja sem lengst á heimilum sínum, en vegna mannlega þáttarins held ég ekki að leggja beri á þetta neitt ofur- kapp. Reykjavík lét gera könnun á þessu máli fyrir all mörgum árum og varð niðurstaðan sú að heimahjúkr- unarkerfinu fylgdi meiri kostnaður en þjónustu af því tagi sem við bjóð- um.“ Happdrætti DAS og Laugarásbíó „Ekki get ég látið hjá líða að víkja hér að Happdrætti DAS, sem verið hefur okkar helsta fjáröflunartæki um langt árabil. Sem kunnugt er byrjuðum við á Bingólottói á fyrra ári og gekk það all vel, en þó var ákveðið að nema staðar um síðustu áramót. Var ástæðan sú að við þurft- um að kanna þessi mál betur, en ekki er jafnan allt sem sýnist þótt veltan sé mikil. Veruleg breyting mun verða á flokkahappdrætti DAS þegar nýtt happdrættisár hefst nú í maí og bind- um við vonir við að sú breyting muni ná hylli meðal almennings. Sú hug- sjón að tryggja öldruðum áhyggju- laust ævikvöld fellur aldrei fyrir róða og vonum við að fólk muni styðja okkur í viðleitninni til að efla hana eins og það hefur gert til þessa. Því þótt vissulega hafi bygging heimil- anna gengið vel, þá er að líta til þess að Hrafnista í Reykjavík er byggð árið 1957 og eru verulegar endurbæt- ur á heimilinu nauðsynlegar — og raunar þegar hafnar. Miklar breyt- ingar þarf að gera á innréttingum og færa svo ótal margt til nútímalegra horfs. Þetta kostar feikna mikla fjár- muni og vonum við að DAS geti lagt okkur drjúgan hluta þeirra fjármuna til enn sem áður — það er að segja fólkið í landinu. Þegar hefur aðgengi að Hrafnistu í Reykjavík verið bætt svo mjög að það hefur hlotið sérstaka viðurkenningu „Sjálfsbjargar“, enda aðkoman mjög glæsileg og hentug fyrir fatlaða. Gladdi sú viðurkenning okkur enda mikið. Þá er að geta um Laugarássbíó, en eins og fram kom í spjalli okkar í fyrra hafa nú tveir ungir og röskir menn tekið við rekstri þess, þeir Magnús og Gunnar Gunnarssynir. Fæ ég ekki betur séð en að þeir hafi vaxið við hverja raun á þessum tíma, fengið eftirsóttar myndir til sýningar og ágæta aðsókn. Þetta skiptir ekki litlu máli heldur þegar að fjáröflun- arhliðinni kemur.“ Skógræktarátak í sumarbústaðalandinu í Grímsnesi „Aldrei hef ég látið hjá líða að greina frá því sem verið hefur að ger- ast í sumarbústaðalandi sjómanna- samtakanna austur í Grímsnesi, en þar eigum við 740 ha. jörð. Þar er fyrir hendi sundlaug, heitir pottar og gufubað, minigolf og lítill golfvöllur og annað til tómstundaiðkunar og hressingar. Nú hefur verið gert all myndarlegt átak hvað varðar trjá- rækt á svæðinu og í vor verður hafist handa af skipulögðum og endurnýj- uðum þrótti við trjáræktarmálin. Er ég ekki að gera lítið úr þeim árangri sem þegar hefur náðst, en fullur vilji er nú fyrir hendi til þess að margfalda hann. Þá höfum við í samvinnu við sveit- arfélagið og jarðeigendur við Kiðja- bergsveg unnið að undirbúningi að könnun möguleika á fjármögnun til að byggja veginn upp og setja á hann bundið slitlag, en hér er um að ræða veginn frá Biskupstungnavegi að Kiðjabergi. En í sambandi við frekari upp- byggingu á orlofshúsasvæðinu okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.